Handboltalandsliðið fær 26 af 40 milljónum í úthlutun ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2012 17:15 Íslenska handboltalandsliðið vann silfur á síðustu Ólympíuleikum. Mynd/Nordic Photos/Getty Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur ákveðið að úthluta styrkjum upp á tæplega 40 milljónir íslenskra króna vegna undirbúnings íslensk íþróttafólks fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Framkvæmdastjórnin samþykkti tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna varðandi styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna undirbúnings fyrir leikana. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals tæplega 40 milljónum króna en úthlutað er tæplega 39 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ og 1 m.kr. úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Handknattleiksambandið fær stærsta styrkinn eða heildarstyrk að upphæð 26 milljónir króna vegna lokaundirbúnings A-landsliðs karla fyrir Ólympíuleikana Nýverið úthlutaði ríkisstjórn Íslands 15 m.kr. til ÍSÍ vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London og er þeirri upphæð úthlutað að þessu sinni. Þá sótti ÍSÍ um styrk til Ólympíusamhjálparinnar vegna lokaundirbúnings A-landsliðs karla í handknattleik og hlaut styrk að upphæð 80.000 USD sem uppreiknast til 10 m.kr.Styrkirnir skiptast annars þannig:Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hlýtur að þessu sinni heildarstyrk að upphæð 26 m.kr. vegna lokaundirbúnings A-landsliðs karla fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Í þeirri upphæð er framlag Ólympíusamhjálparinnar sem reiknast sem 10 m.kr. en er þó háð gengisstöðu íslenskrar krónu gagnvart bandaríkjadal.Sundsamband Íslands (SSÍ) hlýtur alls rúmlega 7 m.kr. að þessu sinni. Hækkaður er styrkur vegna Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem var á C-styrk sjóðsins en er nú færð á A-styrk. Eygló Ósk er aðeins 17 ára gömul en er nú þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á leikunum í London í sumar. Þá er veittur B-styrkur vegna Söruh Blake Bateman og C-styrkur vegna Evu Hannesdóttur, sem taka gildi frá 1. apríl 2012. SSÍ hlýtur einnig styrk að upphæð 1 m.kr. til að undirbúa þá landsliðsmenn sem eru á námsstyrkjum í Bandaríkjunum fyrir leikana í London. Er þar helst að nefna Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur staðið sig mjög vel að undanförnu og er ásamt þeim þremur fyrrtöldu í boðssundssveit Íslands sem náði frábærum árangri nýverið. SSÍ hlýtur einnig styrk að upphæð 3,5 m.kr. vegna lokaundirbúnings fyrir leikana í London í sumar.Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hlýtur styrk að upphæð 4 m.kr. vegna lokaundirbúnings fyrir leikana í London. Nú þegar hafa þrír frjálsíþróttamenn náð lágmörkum á leikana í sumar og er von á að fleiri nái þeim áfanga, nú þegar keppnistímabilið er hafið.Júdósamband Íslands (JSÍ) hlýtur styrk að upphæð kr. 800.000 vegna lokaundirbúnings Þormóðs Árna Jónssonar fyrir leikana í sumar og Badmintonsamband Íslands (BSÍ) hlýtur kr. 500.000 vegna lokaundirbúnings Rögnu Ingólfsdóttur.Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hlýtur styrk úr Afrekssjóð ÍSÍ að upphæð kr. 300.000 vegna Kolbrúnar Öldu Stefánsdóttur og bætist sá styrkur við fyrri styrk til hennar úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Þá hlaut Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) 1 m.kr. styrk úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna vegna tveggja piltalandsliða sem hafa tryggt sér keppnisrétt í úrslitakeppni Evrópumóts 2012, eða U-18 pilta og U-20 pilta. Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur ákveðið að úthluta styrkjum upp á tæplega 40 milljónir íslenskra króna vegna undirbúnings íslensk íþróttafólks fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Framkvæmdastjórnin samþykkti tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna varðandi styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna undirbúnings fyrir leikana. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals tæplega 40 milljónum króna en úthlutað er tæplega 39 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ og 1 m.kr. úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Handknattleiksambandið fær stærsta styrkinn eða heildarstyrk að upphæð 26 milljónir króna vegna lokaundirbúnings A-landsliðs karla fyrir Ólympíuleikana Nýverið úthlutaði ríkisstjórn Íslands 15 m.kr. til ÍSÍ vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London og er þeirri upphæð úthlutað að þessu sinni. Þá sótti ÍSÍ um styrk til Ólympíusamhjálparinnar vegna lokaundirbúnings A-landsliðs karla í handknattleik og hlaut styrk að upphæð 80.000 USD sem uppreiknast til 10 m.kr.Styrkirnir skiptast annars þannig:Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hlýtur að þessu sinni heildarstyrk að upphæð 26 m.kr. vegna lokaundirbúnings A-landsliðs karla fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Í þeirri upphæð er framlag Ólympíusamhjálparinnar sem reiknast sem 10 m.kr. en er þó háð gengisstöðu íslenskrar krónu gagnvart bandaríkjadal.Sundsamband Íslands (SSÍ) hlýtur alls rúmlega 7 m.kr. að þessu sinni. Hækkaður er styrkur vegna Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem var á C-styrk sjóðsins en er nú færð á A-styrk. Eygló Ósk er aðeins 17 ára gömul en er nú þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á leikunum í London í sumar. Þá er veittur B-styrkur vegna Söruh Blake Bateman og C-styrkur vegna Evu Hannesdóttur, sem taka gildi frá 1. apríl 2012. SSÍ hlýtur einnig styrk að upphæð 1 m.kr. til að undirbúa þá landsliðsmenn sem eru á námsstyrkjum í Bandaríkjunum fyrir leikana í London. Er þar helst að nefna Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur staðið sig mjög vel að undanförnu og er ásamt þeim þremur fyrrtöldu í boðssundssveit Íslands sem náði frábærum árangri nýverið. SSÍ hlýtur einnig styrk að upphæð 3,5 m.kr. vegna lokaundirbúnings fyrir leikana í London í sumar.Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hlýtur styrk að upphæð 4 m.kr. vegna lokaundirbúnings fyrir leikana í London. Nú þegar hafa þrír frjálsíþróttamenn náð lágmörkum á leikana í sumar og er von á að fleiri nái þeim áfanga, nú þegar keppnistímabilið er hafið.Júdósamband Íslands (JSÍ) hlýtur styrk að upphæð kr. 800.000 vegna lokaundirbúnings Þormóðs Árna Jónssonar fyrir leikana í sumar og Badmintonsamband Íslands (BSÍ) hlýtur kr. 500.000 vegna lokaundirbúnings Rögnu Ingólfsdóttur.Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hlýtur styrk úr Afrekssjóð ÍSÍ að upphæð kr. 300.000 vegna Kolbrúnar Öldu Stefánsdóttur og bætist sá styrkur við fyrri styrk til hennar úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Þá hlaut Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) 1 m.kr. styrk úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna vegna tveggja piltalandsliða sem hafa tryggt sér keppnisrétt í úrslitakeppni Evrópumóts 2012, eða U-18 pilta og U-20 pilta.
Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira