Sameining FME og Seðlabanka ekki á dagskrá í bili Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2012 13:45 Sameining FME og Seðlabankans er framtíðarmúsík sem er ekki á dagskrá á næstu misserum, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra og ósennilegt er að stigin verði skref í þá átt fyrir kosningar, en erlendir ráðgjafar stjórnvalda hafa lagt áherslu á sameiningu þessara stofnana. Í nýrri skýrslu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um framtíðarskipan fjármálakerfisins er ekkert fjallað um beina sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Heldur er lagt til að stofnað verði nýtt stjórnvald, svokallað fjármálstöðugleikaráð sem í sætu fullltrúar FME Seðlabanka, ráðuneyta og annarra stofnana. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri lagði hins vegar til í skýrslu sem hann skrifaði fyrir stjórnvöld árið 2009 að skoða ætti alvarlega að sameina þessar stofnanir sem voru skildar að árið 1998 að erlendri fyrirmynd.Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli FME og Seðlabanka Íslands sem kveður á um mun nánara samstarf milli þessara stofnana en verið hefur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sagt áður t.d í spjallþættinum Klinkinu að sameining þessara stofnana sé eitthvað sem beri að skoða.Finnst þér ekki ósennilegt að af þessu verði fyrir kosningar. Verður ekki að telja að þetta sé frekar einhvers konar framtíðarmúsík? „Jú, ég myndi reikna með því. Að það væri allavega eitthvað í það. Aðstæðurnar kalla kannski líka á það. Annars vegar er Seðlabankinn með gríðarlega stór og mikilvæg verkefni á sínum herðum," segir Steingrímur. Steingrímur segir að hjá FME sé einnig mikið annríki sem vonandi sé að talsverðuleyti tímabundið. „Þannig að ég myndi frekar mæla með því að þegar að menn sæju betur til lands í úrvinnslu þessara mála þá gætu menn farið að velta fyrir sér framtíðinni til lengri tíma litið og undirbúið sig undir ákvarðanir um hluti eins og þessa eftir einhver misseri." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Sameining FME og Seðlabankans er framtíðarmúsík sem er ekki á dagskrá á næstu misserum, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra og ósennilegt er að stigin verði skref í þá átt fyrir kosningar, en erlendir ráðgjafar stjórnvalda hafa lagt áherslu á sameiningu þessara stofnana. Í nýrri skýrslu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um framtíðarskipan fjármálakerfisins er ekkert fjallað um beina sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Heldur er lagt til að stofnað verði nýtt stjórnvald, svokallað fjármálstöðugleikaráð sem í sætu fullltrúar FME Seðlabanka, ráðuneyta og annarra stofnana. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri lagði hins vegar til í skýrslu sem hann skrifaði fyrir stjórnvöld árið 2009 að skoða ætti alvarlega að sameina þessar stofnanir sem voru skildar að árið 1998 að erlendri fyrirmynd.Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli FME og Seðlabanka Íslands sem kveður á um mun nánara samstarf milli þessara stofnana en verið hefur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sagt áður t.d í spjallþættinum Klinkinu að sameining þessara stofnana sé eitthvað sem beri að skoða.Finnst þér ekki ósennilegt að af þessu verði fyrir kosningar. Verður ekki að telja að þetta sé frekar einhvers konar framtíðarmúsík? „Jú, ég myndi reikna með því. Að það væri allavega eitthvað í það. Aðstæðurnar kalla kannski líka á það. Annars vegar er Seðlabankinn með gríðarlega stór og mikilvæg verkefni á sínum herðum," segir Steingrímur. Steingrímur segir að hjá FME sé einnig mikið annríki sem vonandi sé að talsverðuleyti tímabundið. „Þannig að ég myndi frekar mæla með því að þegar að menn sæju betur til lands í úrvinnslu þessara mála þá gætu menn farið að velta fyrir sér framtíðinni til lengri tíma litið og undirbúið sig undir ákvarðanir um hluti eins og þessa eftir einhver misseri." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira