Sameining FME og Seðlabanka ekki á dagskrá í bili Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2012 13:45 Sameining FME og Seðlabankans er framtíðarmúsík sem er ekki á dagskrá á næstu misserum, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra og ósennilegt er að stigin verði skref í þá átt fyrir kosningar, en erlendir ráðgjafar stjórnvalda hafa lagt áherslu á sameiningu þessara stofnana. Í nýrri skýrslu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um framtíðarskipan fjármálakerfisins er ekkert fjallað um beina sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Heldur er lagt til að stofnað verði nýtt stjórnvald, svokallað fjármálstöðugleikaráð sem í sætu fullltrúar FME Seðlabanka, ráðuneyta og annarra stofnana. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri lagði hins vegar til í skýrslu sem hann skrifaði fyrir stjórnvöld árið 2009 að skoða ætti alvarlega að sameina þessar stofnanir sem voru skildar að árið 1998 að erlendri fyrirmynd.Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli FME og Seðlabanka Íslands sem kveður á um mun nánara samstarf milli þessara stofnana en verið hefur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sagt áður t.d í spjallþættinum Klinkinu að sameining þessara stofnana sé eitthvað sem beri að skoða.Finnst þér ekki ósennilegt að af þessu verði fyrir kosningar. Verður ekki að telja að þetta sé frekar einhvers konar framtíðarmúsík? „Jú, ég myndi reikna með því. Að það væri allavega eitthvað í það. Aðstæðurnar kalla kannski líka á það. Annars vegar er Seðlabankinn með gríðarlega stór og mikilvæg verkefni á sínum herðum," segir Steingrímur. Steingrímur segir að hjá FME sé einnig mikið annríki sem vonandi sé að talsverðuleyti tímabundið. „Þannig að ég myndi frekar mæla með því að þegar að menn sæju betur til lands í úrvinnslu þessara mála þá gætu menn farið að velta fyrir sér framtíðinni til lengri tíma litið og undirbúið sig undir ákvarðanir um hluti eins og þessa eftir einhver misseri." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Sameining FME og Seðlabankans er framtíðarmúsík sem er ekki á dagskrá á næstu misserum, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra og ósennilegt er að stigin verði skref í þá átt fyrir kosningar, en erlendir ráðgjafar stjórnvalda hafa lagt áherslu á sameiningu þessara stofnana. Í nýrri skýrslu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um framtíðarskipan fjármálakerfisins er ekkert fjallað um beina sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Heldur er lagt til að stofnað verði nýtt stjórnvald, svokallað fjármálstöðugleikaráð sem í sætu fullltrúar FME Seðlabanka, ráðuneyta og annarra stofnana. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri lagði hins vegar til í skýrslu sem hann skrifaði fyrir stjórnvöld árið 2009 að skoða ætti alvarlega að sameina þessar stofnanir sem voru skildar að árið 1998 að erlendri fyrirmynd.Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli FME og Seðlabanka Íslands sem kveður á um mun nánara samstarf milli þessara stofnana en verið hefur. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sagt áður t.d í spjallþættinum Klinkinu að sameining þessara stofnana sé eitthvað sem beri að skoða.Finnst þér ekki ósennilegt að af þessu verði fyrir kosningar. Verður ekki að telja að þetta sé frekar einhvers konar framtíðarmúsík? „Jú, ég myndi reikna með því. Að það væri allavega eitthvað í það. Aðstæðurnar kalla kannski líka á það. Annars vegar er Seðlabankinn með gríðarlega stór og mikilvæg verkefni á sínum herðum," segir Steingrímur. Steingrímur segir að hjá FME sé einnig mikið annríki sem vonandi sé að talsverðuleyti tímabundið. „Þannig að ég myndi frekar mæla með því að þegar að menn sæju betur til lands í úrvinnslu þessara mála þá gætu menn farið að velta fyrir sér framtíðinni til lengri tíma litið og undirbúið sig undir ákvarðanir um hluti eins og þessa eftir einhver misseri." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira