Einn af þekktustu demöntum heimsins, Archduke Joseph demanturinn, var seldur á uppboði hjá Christie's í Sviss fyrir 21 milljón dollara eða 2,7 milljarða króna.
Demantur þessi sem er 76 karöt að stærð er algerlega gallalaus en hann fannst í hinum þekktu Golconda demantanámum í Indlandi. Hann var áður m.a. í eigu Joseph August hertoga Austurríkis á millistríðsárunum á síðustu öld.
Verðið sem fékkst fyrir þennan demant var um 6 milljónum dollara hærra en matsverð hans fyrir uppboðið.
Meðal annarra þekktra demanta sem fundist hafa í Colconda námunum eru Koh-i-Noor og hinn blái Hope demantur.
Archduke Joseph demanturinn seldur á 2,7 milljarða

Mest lesið


Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump
Viðskipti erlent

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent

Shein ginni neytendur til skyndikaupa
Viðskipti innlent



Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

