Innlent

Kirkjuþing hófst í morgun

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Auka-kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun. Þá tók við umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar og ákvæðis um þjóðkirkjuna. Reglulegt kirkjuþing fer fram í nóvember en til þessa þings var sérstaklega boðað vegna atkvæðagreiðslunnar. Á dagskrá þingsins er einnig tillaga til þingsályktunar um hækkun sóknargjalda. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×