Innlent

Fundust á göngu á níunda tímanum

Erlenda parið sem leitað hefur verið að í dag er komið fram en það fannst á göngu til byggða austur í Lóni á níunda tímanum í kvöld. Parið hafði ekki hugmynd um að björgunarsveitir væru að leita að þeim en að sögn lögreglu amaði ekkert að þeim. Ekkert hafði spurst til parsins frá 14. júlí síðastliðnum. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en gerði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×