Viðskipti innlent

Síðustu stóru bakreikningarnir komnir í hús

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Harðardóttir er sátt við stöðu ríkisfjármála.
Oddný Harðardóttir er sátt við stöðu ríkisfjármála.
Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa borist, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra. Hún gerir niðurstöður ríkisreiknings, sem birtar voru í síðustu viku, að umræðuefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Eins og fram hefur komið var rösklega 40 milljarða halli á ríkisreikningi umfram það sem búist hafði verið við. Ástæðan er einkum rakin til ríkisábyrgðar á innistæðum í SpKef.

„Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu," segir Oddný.

Oddný bendir jafnframt á að náðst hafi 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verði að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×