Stórar útgerðir greiða skuldir hratt niður Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is skrifar 12. september 2012 00:01 Arðbært Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið mikill á síðustu árum. Stærstu fyrirtækin hafa nýtt sér góðærið til að greiða niður skuldir sínar við íslenska banka. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni. Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi um fimmtíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, afskriftir, endurgreiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli." Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lánasafnsins lækkað um 6,2 milljarða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endurmati á lánasafni, verðbótum og gengisbreytingum." Bókfært virði allra útlána Íslandsbanka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán prósent af heildarútlánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markaðarins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríflega fjórðungs aukningu í útlánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja," segir Haraldur Guðni.
Tengdar fréttir GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12. september 2012 00:01 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur