Það verða Kentucky og Kansas sem leika til úrslita um háskólatitilinn í körfubolta þetta árið í Bandaríkjunum en undanúrslitin fóru fram í nótt fyrir framan 74 þúsund áhorfendur í Superdome í New Orleans.
Kentucky lagði Louisville, 69-61, þar sem Kentucky var alltaf skrefi á undan. Louisville hékk þó í þeim og leikurinn spennandi allan tímann.
Besti leikmaður háskóladeildarinnar, Anthony Davis hjá Kentucky, átti stórleik en hann skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot.
Kansas lenti 13 stigum undir gegn Ohio State og vann dramatískan sigur, 64-62.
Kentucky og Kansas leika til úrslita háskólakörfunni
