Fasteignasjóðir kaupa fasteignir fyrir tugi milljarða Magnús Halldórsson skrifar 6. nóvember 2012 22:56 Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálgeiranum stofnsett sjóði til þess að kaupa fasteignir. Samtals hafa um fjörutíu milljarðar verið lagðir í þessa sjóði, og hafa lífeyrissjóðirnir verið umfangsmestir í því að leggja sjóðunum til fé. Horft er til þess að fasteignaverð muni hækka á næstu árum. Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálageiranum stofnað fjárfestingasjóði sem einblína á að fá kaupa fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur MP banki stofnað Fjárfestingasjóð Íslands, VÍB eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, Fast 1, og Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka, sjóðinn SRE II. Í fréttum okkar í gær sögðum við svo frá fasteignasjóði á vegum GAMMA en hann hefur keypt ríflega 100 íbúðir í póstnúmerum 101, 107 og 105 fyrir um fjóra milljarða króna, undanfarin misseri. Samanlögð stærð þessara sjóða, miðað við stöðu mála eins og hún er núna, er nálægt 40 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir landsins, auk tryggingarfélaga og stórra fjárfesta, eru helst þeir sem hafa lagt fjármagn í sjóðina. Stærstur hluti fasteignanna í þessum sjóðum er atvinnuhúsnæði, þar sem ávöxtunin byggir á verðtryggðum leigusamningum. Þessar umfangsmiklu fjárfestingar byggja á þeirri trú fjárfestana, þar helst lífeyrissjóðanna, að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka á næstu árum, og þannig muni fjárfestingin ávaxtast vel til framtíðar litið. Seðlabanki Íslands hefur fjallað um það í útgáfuritum sínum, þar á meðal Peningamálum, að gjaldeyrishöftin geti haft áhrif á fjárfestingaumhverfið hér á landi. Meðal annars geti það birst með hækkun fasteignaverðs, þar sem fé leiti í fasteignir sem annars gerði það ekki, ef ekki væri fyrir höftin. Seðlabankinn hefur þó tekið fram í umfjöllun sinni, að ekkert bendi til þess að fasteignaverð hafið hækkað sérstaklega vegna haftanna, enn sem komið er. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálgeiranum stofnsett sjóði til þess að kaupa fasteignir. Samtals hafa um fjörutíu milljarðar verið lagðir í þessa sjóði, og hafa lífeyrissjóðirnir verið umfangsmestir í því að leggja sjóðunum til fé. Horft er til þess að fasteignaverð muni hækka á næstu árum. Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálageiranum stofnað fjárfestingasjóði sem einblína á að fá kaupa fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur MP banki stofnað Fjárfestingasjóð Íslands, VÍB eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, Fast 1, og Stefnir, sjóðstýringarfyrirtæki í eigu Arion banka, sjóðinn SRE II. Í fréttum okkar í gær sögðum við svo frá fasteignasjóði á vegum GAMMA en hann hefur keypt ríflega 100 íbúðir í póstnúmerum 101, 107 og 105 fyrir um fjóra milljarða króna, undanfarin misseri. Samanlögð stærð þessara sjóða, miðað við stöðu mála eins og hún er núna, er nálægt 40 milljörðum króna. Lífeyrissjóðir landsins, auk tryggingarfélaga og stórra fjárfesta, eru helst þeir sem hafa lagt fjármagn í sjóðina. Stærstur hluti fasteignanna í þessum sjóðum er atvinnuhúsnæði, þar sem ávöxtunin byggir á verðtryggðum leigusamningum. Þessar umfangsmiklu fjárfestingar byggja á þeirri trú fjárfestana, þar helst lífeyrissjóðanna, að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka á næstu árum, og þannig muni fjárfestingin ávaxtast vel til framtíðar litið. Seðlabanki Íslands hefur fjallað um það í útgáfuritum sínum, þar á meðal Peningamálum, að gjaldeyrishöftin geti haft áhrif á fjárfestingaumhverfið hér á landi. Meðal annars geti það birst með hækkun fasteignaverðs, þar sem fé leiti í fasteignir sem annars gerði það ekki, ef ekki væri fyrir höftin. Seðlabankinn hefur þó tekið fram í umfjöllun sinni, að ekkert bendi til þess að fasteignaverð hafið hækkað sérstaklega vegna haftanna, enn sem komið er.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira