Miami Heat og Oklahoma Thunder urðu loks að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Meistarar Dallas lögðu Oklahoma en Atlanta, með Tracy McGrady af öllum mönnum í broddi fylkingar, sá um að leggja Miami af velli.
Hið mikið breytta og spennandi lið Minnesota skellti svö gömlu mönnunum hjá San Antonio. Nýliðarnir Ricky Rubio og Derrick Williams allir að koma til hjá Minnesota sem á eftir að bíta frá sér í vetur.
Spurs varð fyrir áfalli í leiknum er Manu Ginobili handarbrotnaði og verður frá um óákveðinn tíma vegna þess.
Úrslit:
Phoenix-Golden State 102-91
Boston-Washington 100-92
NJ Nets-Indiana 94-108
NY Knicks-Toronto 85-90
Miami-Atlanta 92-100
Detroit-Orlando 89-78
Minnesota-San Antonio 106-96
Dallas-Oklahoma 100-87
Denver-Milwaukee 91-86
Utah-New Orleans 94-90
Fyrstu ósigrar Miami og Oklahoma | Ginobili meiddur

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn