Fréttaskýring: Gjaldskylda árið 2014 8. september 2012 04:15 Ingjaldur Hannibalsson Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? Reiknað er með því að samgöngu-áætlun Háskóla Íslands (HÍ) verði samþykkt á næstu dögum, en samkvæmt henni á að minnka mengun sem tengist háskólanum. Gerður verður samgöngusamningur við Strætó og dregið úr umferð einkabíla við byggingar skólans. Stefnt er á að gjaldskylda verði tekin við allar byggingar árið 2014. Ingjaldur Hannibalsson, formaður skipulagsráðs HÍ, segir að með stefnunni eigi að taka tillit til umhverfisins og að bæta heilsu starfsmanna. Þá vilji skólinn komast hjá fjárfestingum í dýrum bílastæðahúsum eða -kjöllurum. Eitt verði látið yfir alla ganga og þegar fyrsta húsið með bílastæðakjallara verði tekið í notkun sé stefnt að því að taka upp gjaldskyldu í öllum stæðum. Unnið er að byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en undir henni er 38 stæða bílakjallari. Ingjaldur segir kostnað við hann nema rúmlega 100 milljónum króna. Stofnunin mun taka til starfa árið 2014. „Það er ekkert fast í hendi en stefnan er þessi, að við ætlum ekki að fjölga stæðum á lóðinni. Það kemur að því að gjaldskylda verður tekin upp sem mun tengjast útgjöldum skólans vegna bílastæðamála. Okkur finnst óeðlilegt að nýta það fé sem við fáum til kennslu og rannsókna í að byggja upp rándýr bílastæði fyrir starfsmenn og nemendur,“ segir Ingjaldur. Til þess að stefnan gangi eftir þarf aðkomu margra aðila. Skólinn er starfræktur í tæplega 40 byggingum og við þær eru 2.200 bílastæði. Sum húsin eru í íbúðahverfum og við þau þurfi Reykjavíkurborg að gefa út bílastæðakort fyrir íbúana. Þá þurfi samvinnu við Landspítalann, því ekki gangi að rukka aðeins í stæði háskólans á lóð spítalans.„Síðan teljum við mikilvægt að samtímis batni þjónusta Strætós við svæði skólans. Það hefur ekki verið staðfest, en líklegt er að aðalskiptistöðin færist frá Hlemmi að BSÍ. Það ætti að gera það mögulegt að bæta samgöngur við svæðið við Suðurgötuna og spítalalóðina verulega. Það er því margt sem hangir saman til að þetta sé raunhæf áætlun.“kolbeinn@frettabladid.is Tengdar fréttir Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? Reiknað er með því að samgöngu-áætlun Háskóla Íslands (HÍ) verði samþykkt á næstu dögum, en samkvæmt henni á að minnka mengun sem tengist háskólanum. Gerður verður samgöngusamningur við Strætó og dregið úr umferð einkabíla við byggingar skólans. Stefnt er á að gjaldskylda verði tekin við allar byggingar árið 2014. Ingjaldur Hannibalsson, formaður skipulagsráðs HÍ, segir að með stefnunni eigi að taka tillit til umhverfisins og að bæta heilsu starfsmanna. Þá vilji skólinn komast hjá fjárfestingum í dýrum bílastæðahúsum eða -kjöllurum. Eitt verði látið yfir alla ganga og þegar fyrsta húsið með bílastæðakjallara verði tekið í notkun sé stefnt að því að taka upp gjaldskyldu í öllum stæðum. Unnið er að byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en undir henni er 38 stæða bílakjallari. Ingjaldur segir kostnað við hann nema rúmlega 100 milljónum króna. Stofnunin mun taka til starfa árið 2014. „Það er ekkert fast í hendi en stefnan er þessi, að við ætlum ekki að fjölga stæðum á lóðinni. Það kemur að því að gjaldskylda verður tekin upp sem mun tengjast útgjöldum skólans vegna bílastæðamála. Okkur finnst óeðlilegt að nýta það fé sem við fáum til kennslu og rannsókna í að byggja upp rándýr bílastæði fyrir starfsmenn og nemendur,“ segir Ingjaldur. Til þess að stefnan gangi eftir þarf aðkomu margra aðila. Skólinn er starfræktur í tæplega 40 byggingum og við þær eru 2.200 bílastæði. Sum húsin eru í íbúðahverfum og við þau þurfi Reykjavíkurborg að gefa út bílastæðakort fyrir íbúana. Þá þurfi samvinnu við Landspítalann, því ekki gangi að rukka aðeins í stæði háskólans á lóð spítalans.„Síðan teljum við mikilvægt að samtímis batni þjónusta Strætós við svæði skólans. Það hefur ekki verið staðfest, en líklegt er að aðalskiptistöðin færist frá Hlemmi að BSÍ. Það ætti að gera það mögulegt að bæta samgöngur við svæðið við Suðurgötuna og spítalalóðina verulega. Það er því margt sem hangir saman til að þetta sé raunhæf áætlun.“kolbeinn@frettabladid.is
Tengdar fréttir Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00