Fréttaskýring: Gjaldskylda árið 2014 8. september 2012 04:15 Ingjaldur Hannibalsson Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? Reiknað er með því að samgöngu-áætlun Háskóla Íslands (HÍ) verði samþykkt á næstu dögum, en samkvæmt henni á að minnka mengun sem tengist háskólanum. Gerður verður samgöngusamningur við Strætó og dregið úr umferð einkabíla við byggingar skólans. Stefnt er á að gjaldskylda verði tekin við allar byggingar árið 2014. Ingjaldur Hannibalsson, formaður skipulagsráðs HÍ, segir að með stefnunni eigi að taka tillit til umhverfisins og að bæta heilsu starfsmanna. Þá vilji skólinn komast hjá fjárfestingum í dýrum bílastæðahúsum eða -kjöllurum. Eitt verði látið yfir alla ganga og þegar fyrsta húsið með bílastæðakjallara verði tekið í notkun sé stefnt að því að taka upp gjaldskyldu í öllum stæðum. Unnið er að byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en undir henni er 38 stæða bílakjallari. Ingjaldur segir kostnað við hann nema rúmlega 100 milljónum króna. Stofnunin mun taka til starfa árið 2014. „Það er ekkert fast í hendi en stefnan er þessi, að við ætlum ekki að fjölga stæðum á lóðinni. Það kemur að því að gjaldskylda verður tekin upp sem mun tengjast útgjöldum skólans vegna bílastæðamála. Okkur finnst óeðlilegt að nýta það fé sem við fáum til kennslu og rannsókna í að byggja upp rándýr bílastæði fyrir starfsmenn og nemendur,“ segir Ingjaldur. Til þess að stefnan gangi eftir þarf aðkomu margra aðila. Skólinn er starfræktur í tæplega 40 byggingum og við þær eru 2.200 bílastæði. Sum húsin eru í íbúðahverfum og við þau þurfi Reykjavíkurborg að gefa út bílastæðakort fyrir íbúana. Þá þurfi samvinnu við Landspítalann, því ekki gangi að rukka aðeins í stæði háskólans á lóð spítalans.„Síðan teljum við mikilvægt að samtímis batni þjónusta Strætós við svæði skólans. Það hefur ekki verið staðfest, en líklegt er að aðalskiptistöðin færist frá Hlemmi að BSÍ. Það ætti að gera það mögulegt að bæta samgöngur við svæðið við Suðurgötuna og spítalalóðina verulega. Það er því margt sem hangir saman til að þetta sé raunhæf áætlun.“kolbeinn@frettabladid.is Tengdar fréttir Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? Reiknað er með því að samgöngu-áætlun Háskóla Íslands (HÍ) verði samþykkt á næstu dögum, en samkvæmt henni á að minnka mengun sem tengist háskólanum. Gerður verður samgöngusamningur við Strætó og dregið úr umferð einkabíla við byggingar skólans. Stefnt er á að gjaldskylda verði tekin við allar byggingar árið 2014. Ingjaldur Hannibalsson, formaður skipulagsráðs HÍ, segir að með stefnunni eigi að taka tillit til umhverfisins og að bæta heilsu starfsmanna. Þá vilji skólinn komast hjá fjárfestingum í dýrum bílastæðahúsum eða -kjöllurum. Eitt verði látið yfir alla ganga og þegar fyrsta húsið með bílastæðakjallara verði tekið í notkun sé stefnt að því að taka upp gjaldskyldu í öllum stæðum. Unnið er að byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en undir henni er 38 stæða bílakjallari. Ingjaldur segir kostnað við hann nema rúmlega 100 milljónum króna. Stofnunin mun taka til starfa árið 2014. „Það er ekkert fast í hendi en stefnan er þessi, að við ætlum ekki að fjölga stæðum á lóðinni. Það kemur að því að gjaldskylda verður tekin upp sem mun tengjast útgjöldum skólans vegna bílastæðamála. Okkur finnst óeðlilegt að nýta það fé sem við fáum til kennslu og rannsókna í að byggja upp rándýr bílastæði fyrir starfsmenn og nemendur,“ segir Ingjaldur. Til þess að stefnan gangi eftir þarf aðkomu margra aðila. Skólinn er starfræktur í tæplega 40 byggingum og við þær eru 2.200 bílastæði. Sum húsin eru í íbúðahverfum og við þau þurfi Reykjavíkurborg að gefa út bílastæðakort fyrir íbúana. Þá þurfi samvinnu við Landspítalann, því ekki gangi að rukka aðeins í stæði háskólans á lóð spítalans.„Síðan teljum við mikilvægt að samtímis batni þjónusta Strætós við svæði skólans. Það hefur ekki verið staðfest, en líklegt er að aðalskiptistöðin færist frá Hlemmi að BSÍ. Það ætti að gera það mögulegt að bæta samgöngur við svæðið við Suðurgötuna og spítalalóðina verulega. Það er því margt sem hangir saman til að þetta sé raunhæf áætlun.“kolbeinn@frettabladid.is
Tengdar fréttir Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hrunið fækkaði ekki einkabílum Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um 1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%. Það var nú ekki meira," segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007 og 2010. Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti. 8. september 2012 03:00