Handbolti

Allir íslensku þjálfararnir tilnefndir í stjörnuliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur er þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru meðal þeirra sex þjálfara í þýsku úrvalsdeildinni sem eru tilnefndir í stjörnulið deildarinnar.

Nú stendur yfir kosning á milli bestu leikmanna og þjálfara deildarinnar fyrir stjörnuleikinn sem fer fram í febrúar. Þá mun stjörnuliðið mæta þýska landsliðinu.

Sex leikmenn eru tilnefndir í hverri stöðu og svo sex þjálfarar. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson eru tilnefndir í sínum stöðum.

Lið íslensku þjálfaranna þriggja skipa efstu þrjú sæti deildarinnar og því má gera ráð fyrir því að einhver þeirra verði fyrir valinu nú.

Lið Guðmundar, Rhein-Neckar Löwen, er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tólf umferðir. Alfreð kemur næstur með lið sitt, Kiel, og lærisveinar Dags í Füchse Berlin eru í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×