Handbolti

Refirnir hans Dags með fínan sigur | Flensburg á sigurbraut

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Tveim leikjum er nýlokið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þar sem Minden tók á móti Füchse Berlin og Essen fékk Flensburg í heimsókn.

Füchse Berlin var í litlum vandræðum með Minden þegar liðið bar sigur úr býtum 31-27. Fín sigur hjá lærisveinum Dags Sigurðssonar í Berlin.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Minden í leiknum í dag. Flensburg vann síðan flottan sigur á Essen á útivelli 27-24 þar sem Ólafur Gústafsson skoraði eitt mark fyrir gestina.

Füchse Berlin er í fimmta sæti deildarinnar en Vignir Svavarsson og félagar í Minden eru í því 14. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×