Facebook er í ótrúlegri stöðu til þess að kortleggja hegðun mörg hundruð milljóna manna um heim allan og nýta sér upplýsingarnar til fjárhagslegs ávinnings. Hópur Facebook notenda fer hratt stækkandi. Fyrirtækið er sífellt að þróa nýja möguleika til þess að nýta sér gríðarlegt magn upplýsinga um þá sem skráðir eru á vefinn.
Sérfræðingar telja fyrirtækið geta haft afgerandi áhrif á hagkerfi heimsins, t.d. með notkun á eigin gjaldmiðli.
Sjá má myndband um áhrif og möguleika Facebook inn á viðskiptavef Vísis.
Facebook er að breyta heiminum hratt
