Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn Magnús Halldórsson skrifar 6. ágúst 2012 17:46 Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira