Spá hagvaxtarskeiði á árunum 2012-2014 27. september 2012 05:00 Óvissa Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka, kom fram að neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála, tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum og óvissa um afnám gjaldeyrishafta gæti haft neikvæð áhrif á spána. fréttablaðið/valli Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira