Vinnuhópur íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) með þátttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fundaði í fyrsta sinn fyrir helgi.
Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu efnahags- og fjármálaráðuneytisins er formaður hópsins. Auk hans sitja í hópnum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
„Hópurinn var skipaður fyrr á þessu ári í ljósi þeirra áskorana sem afnám gjaldeyrishafta felur í sér vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu og skuldbindinga vegna EES-samningsins," segir á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. - óká
Fyrsti fundur um afnám gjaldeyrishafta

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent


Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent
