Miami lagði San Antonio | Popovich skildi stjörnurnar eftir heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2012 08:59 Gregg Popovich og Dwyane Wade, ein af fjölmörgum stjörnum Miami Heat liðsins. Nordicphotos/Getty Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst. NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst.
NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira