Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis Þórður skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Slitastjórn Glitnis hélt fund fyrir kröfuhafa sína í gær þar sem farið var yfir fjárhagsstöðu búsins. Þar var líka gerð grein fyrir því hverjir væru 50 stærstu kröfuhafar þess. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson mynda slitastjórn Glitnis.fréttablaðið/Pjetur Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki. Þetta má lesa út úr skrá yfir 50 stærstu samþykktu kröfuhafa Glitnis sem birt var á kröfuhafafundi bankans í gær. Fréttablaðið hefur skrána undir höndum. Samkvæmt skránni hefur mikil samþjöppun átt sér stað í eignarhaldi á kröfum á Glitni á síðustu tveimur árum. Sumarið 2010 áttu fimmtíu stærstu kröfuhafar bankans 60,4 prósent allra krafna. Nú eiga þeir fimmtíu stærstu 79,5 prósent krafnanna, en alls nema samþykktar kröfur í búið 2.263 milljörðum króna. Rúmlega þrjátíu sjóðir, að mestu vogunarsjóðir, eiga samtals 47,9 prósent allra krafna á hinn fallna banka. Þeir hafa aukið hlut sinn mjög mikið á undanförnum tveimur árum. Verði nauðasamningur Glitnis samþykktur, og margir minni kröfuhafar borgaðir út, mun eignarhlutur þessara sjóða vaxa nægilega mikið til að þeir verði meirihluti eigenda Glitnis. Auk þess eiga íslenskir bankar, sem annaðhvort eru í slitameðferð eða eru í eigu þrotabúa, 10,8 prósent krafna. Margir vogunarsjóðanna sem eru á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis eiga líka kröfur á þessa banka og verða á meðal eigenda þeirra ef fram fer sem horfir. Erlendir bankar, sem upphaflega voru stærstu kröfuhafar bankans, eiga nú um 20,3 prósent krafna. Tæplega 3.000 aðrir almennir kröfuhafar eiga síðan samtals 20,5 prósent. Nokkrir vogunarsjóðir hafa verið mjög duglegir við að sanka að sér kröfum á Glitni á undanförnum árum. Á meðal tíu stærstu kröfuhafa bankans eru nú sjóðir á borð við CCP Credit Acquisition Holdings (4,61 prósent krafna), Silver Point Luxemburg Platform (4,14 prósent krafna) Owl Creek Investments (3,08 prósent krafna) og ACMO (2,79 prósent krafna). Samtals er nafnvirði krafna þessara sjóða 331 milljarður króna. Tengdar fréttir Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki. Þetta má lesa út úr skrá yfir 50 stærstu samþykktu kröfuhafa Glitnis sem birt var á kröfuhafafundi bankans í gær. Fréttablaðið hefur skrána undir höndum. Samkvæmt skránni hefur mikil samþjöppun átt sér stað í eignarhaldi á kröfum á Glitni á síðustu tveimur árum. Sumarið 2010 áttu fimmtíu stærstu kröfuhafar bankans 60,4 prósent allra krafna. Nú eiga þeir fimmtíu stærstu 79,5 prósent krafnanna, en alls nema samþykktar kröfur í búið 2.263 milljörðum króna. Rúmlega þrjátíu sjóðir, að mestu vogunarsjóðir, eiga samtals 47,9 prósent allra krafna á hinn fallna banka. Þeir hafa aukið hlut sinn mjög mikið á undanförnum tveimur árum. Verði nauðasamningur Glitnis samþykktur, og margir minni kröfuhafar borgaðir út, mun eignarhlutur þessara sjóða vaxa nægilega mikið til að þeir verði meirihluti eigenda Glitnis. Auk þess eiga íslenskir bankar, sem annaðhvort eru í slitameðferð eða eru í eigu þrotabúa, 10,8 prósent krafna. Margir vogunarsjóðanna sem eru á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis eiga líka kröfur á þessa banka og verða á meðal eigenda þeirra ef fram fer sem horfir. Erlendir bankar, sem upphaflega voru stærstu kröfuhafar bankans, eiga nú um 20,3 prósent krafna. Tæplega 3.000 aðrir almennir kröfuhafar eiga síðan samtals 20,5 prósent. Nokkrir vogunarsjóðir hafa verið mjög duglegir við að sanka að sér kröfum á Glitni á undanförnum árum. Á meðal tíu stærstu kröfuhafa bankans eru nú sjóðir á borð við CCP Credit Acquisition Holdings (4,61 prósent krafna), Silver Point Luxemburg Platform (4,14 prósent krafna) Owl Creek Investments (3,08 prósent krafna) og ACMO (2,79 prósent krafna). Samtals er nafnvirði krafna þessara sjóða 331 milljarður króna.
Tengdar fréttir Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Burlington langstærsti eigandinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. 30. nóvember 2012 08:00