Ray Allen skoraði tvær þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta í 79-76 sigri Boston á útivelli gegn Atlanta í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Allen skoraði 19 stig alls í leiknum. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Carlos Boozer skoraði 24 stig fyrir Chicago í 85-59 sigri liðsins gegn Orlando á útivelli.
Boozer tók 13 fráköst að auki. Með sigrinum náði Tom Thibodeau þjálfari Chicago að landa 100 sigrinum sem þjálfari í NBA deildinni og hefur enginn náð þeim áfanga á skemmri tíma. Chicago er með gott tak á Orlando en þetta var fimmti sigur liðsins í sex viðureignum í vetur. Derrick Rose var ekki með Chicago vegna meiðsla. Dwight Howard skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Orlando.
Kevin Love skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í 97-93 sigri Minnesota gegn Golden State á útivelli. Þetta var 39. leikurinn sem hann nær tveggja stafa tölum í stigum og fráköstum.
David Lee skoraði 25 stig fyrir heimamenn sem hafa ekki unnið leik frá því að Monta Ellis var sendur frá félaginu til Milwaukee.
Dirk Nowitzki skoraði 33 stig og tók 11 fráköst í 112-95 sigri meistaraliðs Dallas gegn Denver á útivelli.
Úrslit frá því nótt:
Atlanta – Boston 76-79
Charlotte – Philadelphia 80-105
New Jersey – Cleveland 100-105
Orlando – Chicago 59-85
Golden State – Minnesota 93-97
Denver – Dallas 95-112
Chicago rúllaði yfir Orlando á útivelli | Boston lagði Atlanta

Mest lesið





Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti