Aðildarviðræður – endatafl Björgvin G. Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun