Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur 29. febrúar 2012 23:30 Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. AP Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA. NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA.
NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira