Kris Humphries, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, lenti í óvenjulegri aðstöðu í 94-88 sigurleik á Toronto Raptors í fyrrinótt þegar hann fékk dómarann á fleygiferð á móti sér í vítaskoti.
Courtney Kirkland, einn þriggja dómara leiksins, virtist þá ætla að reyna að verja vítaskot Kris Humphries sem hætti snögglega við að skjóta og stóð steinhissa og hálfbrosandi á eftir.
Atvikið gerðist í fjórða leikhluta leiksins og dómarinn sýndi bara ágætis varnartilþrif þótt að enginn hafi áttað sig á því í fyrstu hvað væri í gangi.
Kirkland hafði nefnilega verið of fljótur á sér að leyfa vítaskotið áður en skipting hafði farið fram. Það er hægt að sjá þetta óvenjulega atvik með því að smella hér fyrir ofan.
NBA-dómari reyndi að verja vítaskot hjá Kris Humphries
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar