Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu 23. mars 2012 08:00 „Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple. Ólafur Sólimann hjá Epli.is segir að áhuginn á tölvunni sé gríðarlegur. „Það er búið að forpanta slatta, einhver 200 stykki. Við hættum að taka við forpöntunum fyrir viku. Við vorum hræddir um að allt myndi klárast og við gætum ekki selt neitt," segir hann. Ólafur segir að áhuginn sé talsvert meiri nú, en þegar fyrsta kynslóð iPad var sett á markað fyrir tveimur árum. „Það er meira í kringum þetta. Fólk veit meira um hvað er á leiðinni. Það eru fleiri forpantanir. Fólk þarf ekki að koma og skoða." Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands, tekur undir það og segir fólk byrjað að skilja græjuna betur. „Ég skildi tölvuna ekki fyrst, hélt að þetta væri einhver grínvara eða stór iPhone. Ég hélt að hann væri klikkaður hann Steve Jobs. Svo kom iPad 2 og þá fór ég að skilja þetta betur. Notagildið er alltaf að aukast," segir Hörður. Sala á nýju iPad-spjaldtölvunni hófst um síðastu helgi í Bandaríkjunum og níu öðrum löndum, þar á meðal Ástralínu, Kanada, Frakklandi og Japan. Þrjár milljónir eintaka seldust á aðeins þremur dögum. Takmarkað magn af tölvunni barst til verslana hér á landi og þær virðast ætla að seljast upp áður en dagurinn er liðinn. Tugir iPad-spjaldtölva voru til að mynda pantaðar hjá Maclandi áður en tölvan kom til landsins, svo mikið að hún seldist hreinlega upp. „Við seldum meira í forsölu en við fengum," segir hann. „Ef það verður eitthvað afgangs, sem mér finnst mjög ólíklegt, þá verður það selt." atlifannar@frettabladid.is Fréttir Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple. Ólafur Sólimann hjá Epli.is segir að áhuginn á tölvunni sé gríðarlegur. „Það er búið að forpanta slatta, einhver 200 stykki. Við hættum að taka við forpöntunum fyrir viku. Við vorum hræddir um að allt myndi klárast og við gætum ekki selt neitt," segir hann. Ólafur segir að áhuginn sé talsvert meiri nú, en þegar fyrsta kynslóð iPad var sett á markað fyrir tveimur árum. „Það er meira í kringum þetta. Fólk veit meira um hvað er á leiðinni. Það eru fleiri forpantanir. Fólk þarf ekki að koma og skoða." Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands, tekur undir það og segir fólk byrjað að skilja græjuna betur. „Ég skildi tölvuna ekki fyrst, hélt að þetta væri einhver grínvara eða stór iPhone. Ég hélt að hann væri klikkaður hann Steve Jobs. Svo kom iPad 2 og þá fór ég að skilja þetta betur. Notagildið er alltaf að aukast," segir Hörður. Sala á nýju iPad-spjaldtölvunni hófst um síðastu helgi í Bandaríkjunum og níu öðrum löndum, þar á meðal Ástralínu, Kanada, Frakklandi og Japan. Þrjár milljónir eintaka seldust á aðeins þremur dögum. Takmarkað magn af tölvunni barst til verslana hér á landi og þær virðast ætla að seljast upp áður en dagurinn er liðinn. Tugir iPad-spjaldtölva voru til að mynda pantaðar hjá Maclandi áður en tölvan kom til landsins, svo mikið að hún seldist hreinlega upp. „Við seldum meira í forsölu en við fengum," segir hann. „Ef það verður eitthvað afgangs, sem mér finnst mjög ólíklegt, þá verður það selt." atlifannar@frettabladid.is
Fréttir Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira