Enski boltinn

Baines segist aldrei hafa heyrt frá Man. Utd

Þó svo bakvörðurinn Leighton Baines hjá Everton hafi verið þráfaldlega orðaður við Man. Utd í allt sumar þá segist hann ekkert hafa heyrt frá United.

Það er reyndar búið að orða Baines við United í nokkur ár en Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er sagður vera afar hrifinn af leikmanninum.

"Það var alltaf verið að spyrja mig út í þetta en ég vissi ekki neitt. Ég var orðinn hálfringlaður af þessu öllu enda heyrði ég aldrei neitt sjálfur. Það var því líklega eitthvað lítið til í þessu öllu," sagði Baines.

"Ég hef enn mikinn metnað fyrir Everton og er ánægður hérna. Okkar markmið er að tryggja sæti í Evrópukeppni að ári."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×