Meiddur Alexander Petersson gerði sér lítið fyrir í kvöld og skoraði fimm mörk og tryggði Rhein-Neckar Löwen nauman sigur, 33-34, á Balingen í kvöld.
Alexander skoraði sigurmark leiksins er tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað hjá Löwen í kvöld.
Nýlega var greint frá því að Alexander gæti ekki spilað með landsliðinu á HM vegna meiðsla. Hann hefur lítið getað beitt sér í síðustu leikjum en slíkt var greinilega ekki upp á teningnum í kvöld.
Löwen er enn á toppi deildarinnar eftir þennan nauma sigur.
Alexander tryggði Löwen sigur
