Viðskipti innlent

Fyrirkomulag launahækkana meingallað

BBI skrifar
Landspítalinn.
Landspítalinn. Mynd/Vilhelm
Félag forstöðumanna ríkisstofnana segir að sú ákvörðun Guðbjartar Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Bjarnar Zoega, forstjóra Landspítalans, sé til marks um að fyrirkomulag launaákvarðana forstöðumanna ríkisstofnana sé meingallað.

„Undanfarin ár hafa verið gerðar ómálefnalegar breytingar á lögum um kjararáð sem hafa aukið ósamræmi í launum þeirra sem undir ráðið heyra," segir í tilkynningu, en kjararáð á lögum samkvæmt að sjá um launaákvarðanir forstöðumanna ríkisstofnana.

Félagið krefst þess að kjararáð stundi vandaðari vinnubrögð hér eftir við ákvörðun starfskjara forstöðumanna.




Tengdar fréttir

Sparað með því að hækka forstjórann í launum

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að laun sem honum bauðst í Svíþjóð séu mun hærri en hann fái á Landspítalanum þrátt fyrir umdeilda launhækkun velferðarráðherra. Ráðherrann segir að hann sé að spara peninga með því að hækka laun forstjórans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×