Samsung svipti hulunni af snjallsímanum í Lundúnum fyrr í þessum mánuði. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni en þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður var hægt. Þá stuðlar örgjörvinn einnig að margfalt betri orkunýtingu.
Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því nokkuð stærri en á forverum sínum, ásamt því að vera einn stærsti snertiskjár í gjörvallri flóru snjallsíma. Upplausn skjásins er 720 x 1280 og mun hann styðja háskerpu afspilun.

Samsung vinnur nú hörðum höndum við að framleiða símana. Talið er að verksmiðjur fyrirtækisins framleiði nú um 5 milljón eintök af Galaxy S III á mánuði.
Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Samsung Galaxy S III hér fyrir ofan.