Karen: Þurfum að mæta með íslenska hjartað á móti Rússum Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 5. desember 2012 22:36 Karen Knútsdóttir. Mynd/Stefán „Það var eitthvað sem sagði mér að við ættum ekki að vinna þennan leik. Við gerðum allof mikið af aulamistökum en ef við lítum á það góða við þennan leik þá var þetta frábær framför á sólarhring," sagði Karen Knútsdóttir eftir tapið á móti Rúmeníu á EM kvenna í hansdolta í Serbíu í kvöld. Íslenska liðið tapaði leiknum 19-22 og þarf að vinna Rússa í lokaleiknum til þess að komast í milliriðilinn. „Við þurfum að skora aðeins meira úr uppsettum sóknarleik og keyra aðeins meira á þær. Vörnin stendur fínt og Jenný var fín í markinu og mér fannst vera frábær kraftur í Rut til þess að byrja með. Við hefðum þurft að fylgja með og það hefði þurft meiri heppni til þess að fá allavega eitt stig út úr þessum leik," sagði Karen. „Við erum að klúrað sendingunum fram á fríu hornamennina og það er svo dýrt. Það tapast svo mikil orka í svona rosalega erfiðum leik. Það er niðurbrjótandi fyrir okkur og við þurfum að fá nokkur auðveld mörk. Eitt til tvö slík mörk í sitthvorum hálfleik hefðu skipt sköpum fyrir okkur í þessum leik. Við getum hlaupið en þurfum bara að koma boltanum af stað og drulla okkur upp völlinn," sagði Karen. „Það er mjög fínt að fá bara á sig 22 mörk en við náum bara að skora sex mörk í seinni hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði mjög illa sóknarlega hjá báðum liðum. Það var 1-0 fyrir okkur eftir tíu mínútur og við bara verðum að nýta okkur svona kafla betur. Við þurfum að hafa svo mikið fyrir öllum mörkum að við getum ekki verið að klúðra svona miklu því við töpum svo mikilli orku á þessu," sagði Karen. „Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu. Það er bara hreinn úrslitaleikur á föstudaginn. Við þurfum að taka það góða með okkur, vörnin var fín og Jenný var góð. Sóknarleikurinn var betri og það var meira flæði og aðeins hraði hjá okkur núna. Nokkur mörk á fyrsta og öðru tempói með og þá kemur þetta," sagði Karen. „Nú fáum við góðan dag til að hugsa vel um okkur og rífa sjálfstraustið upp. Við þurfum bara að mæta með íslenska hjartað á móti Rússum og hafa trú á þessu. Það bíður okkar bara úrslitaleikur við Rússa annað árið í röð," sagði Karen að lokum. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
„Það var eitthvað sem sagði mér að við ættum ekki að vinna þennan leik. Við gerðum allof mikið af aulamistökum en ef við lítum á það góða við þennan leik þá var þetta frábær framför á sólarhring," sagði Karen Knútsdóttir eftir tapið á móti Rúmeníu á EM kvenna í hansdolta í Serbíu í kvöld. Íslenska liðið tapaði leiknum 19-22 og þarf að vinna Rússa í lokaleiknum til þess að komast í milliriðilinn. „Við þurfum að skora aðeins meira úr uppsettum sóknarleik og keyra aðeins meira á þær. Vörnin stendur fínt og Jenný var fín í markinu og mér fannst vera frábær kraftur í Rut til þess að byrja með. Við hefðum þurft að fylgja með og það hefði þurft meiri heppni til þess að fá allavega eitt stig út úr þessum leik," sagði Karen. „Við erum að klúrað sendingunum fram á fríu hornamennina og það er svo dýrt. Það tapast svo mikil orka í svona rosalega erfiðum leik. Það er niðurbrjótandi fyrir okkur og við þurfum að fá nokkur auðveld mörk. Eitt til tvö slík mörk í sitthvorum hálfleik hefðu skipt sköpum fyrir okkur í þessum leik. Við getum hlaupið en þurfum bara að koma boltanum af stað og drulla okkur upp völlinn," sagði Karen. „Það er mjög fínt að fá bara á sig 22 mörk en við náum bara að skora sex mörk í seinni hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði mjög illa sóknarlega hjá báðum liðum. Það var 1-0 fyrir okkur eftir tíu mínútur og við bara verðum að nýta okkur svona kafla betur. Við þurfum að hafa svo mikið fyrir öllum mörkum að við getum ekki verið að klúðra svona miklu því við töpum svo mikilli orku á þessu," sagði Karen. „Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu. Það er bara hreinn úrslitaleikur á föstudaginn. Við þurfum að taka það góða með okkur, vörnin var fín og Jenný var góð. Sóknarleikurinn var betri og það var meira flæði og aðeins hraði hjá okkur núna. Nokkur mörk á fyrsta og öðru tempói með og þá kemur þetta," sagði Karen. „Nú fáum við góðan dag til að hugsa vel um okkur og rífa sjálfstraustið upp. Við þurfum bara að mæta með íslenska hjartað á móti Rússum og hafa trú á þessu. Það bíður okkar bara úrslitaleikur við Rússa annað árið í röð," sagði Karen að lokum.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira