Lúðvík og Sigurvin verða kallaðir á fund BBI skrifar 16. ágúst 2012 13:53 Mynd/Stefán Karlsson Tveir lögmenn Bonafide lögmanna verða kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna greinar sem þeir skrifuðu á Vísi á þriðjudaginn var um innheimtu ólögmætra gengislána. Þetta staðfestir formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Helgi Hjörvar í samtali við fréttastofu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til við Helga að nefndin fundaði með lögmönnunum Sigurvin og Lúðvíki vegna greinarinnar, en þar veltu tvímenningarnir m.a. upp þeirri spurningu hvort ólögmæt lán gætu farið í vanskil og sögðu að það væri skylda stjórnvalda að beita sér fyrir gerð samninga um ákveðnar afborganir af lánunum á meðan óvissuástand ríkir um endanlega niðurstöðu. Guðlaugur telur mikilvægt að fylgjast náið með framvindu mála varðandi gengistrygginguna, en fregnir hafa borist af því að kröfuhafar gangi fram af hörku við að innheimta umrædd lán. Hann telur einnig mikilvægt að reyna að fyrirbyggja að ríkið verði skaðabótaskylt vegna vanrækslu í þessum málum, en lögfræðingarnir tveir benda á í grein sinni að ríkið gæti orðið bótaskylt fyrir að hafa vanrækt eftirlitsskyldu ef fjármálafyrirtækin fara á hausinn og skuldarar sem hafa ofgreitt lán sín fá ekkert til baka. Guðlaugur telur einnig að fundurinn geti orðið fyrsta skref hjá stjórnvöldum í að smíða samninga um ákveðnar afborganir af gengistryggðum lánum á meðan óvissuástand ríkir. Lögmennirnir halda því fram að meðan ekki liggur fyrir hvernig á að gera lánin endanlega upp sé eðlilegasta afborgun af gengistryggðu láni 0 krónur á mánuði, nema samið sé um annað. Þeir hvetja stjórnvöld til að beita sér í þeirri samningsgerð því ekki sé eðlilegt að fjármálafyrirtæki ákveði einhliða greiðslu. Slíkir samningar verða að líkindum ræddir á fundinum. Guðlaugur vill fá lögmennina tvo á fund nefndarinnar auk fulltrúa frá Samtökum Lánþega, Hagsmunasamtökum heimilanna, FME og fjármálafyrirtækjunum. Tengdar fréttir Geta ólögmæt lán verið í vanskilum? Á undanförnum misserum hafa smám saman komið betur í ljós raunverulegar ástæður þess að íslensku bankarnir hófu í stórum stíl að veita einstaklingum og fyrirtækjum gengistryggð lán. Ljóst er að lánveitingarnar hljóta að hafa verið bönkunum afar mikilvægar enda lá fyrir skýrt bann við slíkum lánum í lögum um vexti og verðtryggingu. 14. ágúst 2012 18:30 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Tveir lögmenn Bonafide lögmanna verða kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna greinar sem þeir skrifuðu á Vísi á þriðjudaginn var um innheimtu ólögmætra gengislána. Þetta staðfestir formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Helgi Hjörvar í samtali við fréttastofu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til við Helga að nefndin fundaði með lögmönnunum Sigurvin og Lúðvíki vegna greinarinnar, en þar veltu tvímenningarnir m.a. upp þeirri spurningu hvort ólögmæt lán gætu farið í vanskil og sögðu að það væri skylda stjórnvalda að beita sér fyrir gerð samninga um ákveðnar afborganir af lánunum á meðan óvissuástand ríkir um endanlega niðurstöðu. Guðlaugur telur mikilvægt að fylgjast náið með framvindu mála varðandi gengistrygginguna, en fregnir hafa borist af því að kröfuhafar gangi fram af hörku við að innheimta umrædd lán. Hann telur einnig mikilvægt að reyna að fyrirbyggja að ríkið verði skaðabótaskylt vegna vanrækslu í þessum málum, en lögfræðingarnir tveir benda á í grein sinni að ríkið gæti orðið bótaskylt fyrir að hafa vanrækt eftirlitsskyldu ef fjármálafyrirtækin fara á hausinn og skuldarar sem hafa ofgreitt lán sín fá ekkert til baka. Guðlaugur telur einnig að fundurinn geti orðið fyrsta skref hjá stjórnvöldum í að smíða samninga um ákveðnar afborganir af gengistryggðum lánum á meðan óvissuástand ríkir. Lögmennirnir halda því fram að meðan ekki liggur fyrir hvernig á að gera lánin endanlega upp sé eðlilegasta afborgun af gengistryggðu láni 0 krónur á mánuði, nema samið sé um annað. Þeir hvetja stjórnvöld til að beita sér í þeirri samningsgerð því ekki sé eðlilegt að fjármálafyrirtæki ákveði einhliða greiðslu. Slíkir samningar verða að líkindum ræddir á fundinum. Guðlaugur vill fá lögmennina tvo á fund nefndarinnar auk fulltrúa frá Samtökum Lánþega, Hagsmunasamtökum heimilanna, FME og fjármálafyrirtækjunum.
Tengdar fréttir Geta ólögmæt lán verið í vanskilum? Á undanförnum misserum hafa smám saman komið betur í ljós raunverulegar ástæður þess að íslensku bankarnir hófu í stórum stíl að veita einstaklingum og fyrirtækjum gengistryggð lán. Ljóst er að lánveitingarnar hljóta að hafa verið bönkunum afar mikilvægar enda lá fyrir skýrt bann við slíkum lánum í lögum um vexti og verðtryggingu. 14. ágúst 2012 18:30 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Geta ólögmæt lán verið í vanskilum? Á undanförnum misserum hafa smám saman komið betur í ljós raunverulegar ástæður þess að íslensku bankarnir hófu í stórum stíl að veita einstaklingum og fyrirtækjum gengistryggð lán. Ljóst er að lánveitingarnar hljóta að hafa verið bönkunum afar mikilvægar enda lá fyrir skýrt bann við slíkum lánum í lögum um vexti og verðtryggingu. 14. ágúst 2012 18:30