DUST 514 einn af þeim efnilegustu JHH skrifar 7. júní 2012 15:25 PlayStation Official Magazine hefur valið nýjasta tölvuleik CCP, DUST 514, einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum E3 ráðstefnunnar (Electronic Entertainment Expo), sem er stærsta tölvuleikjaráðstefnu heims og fer nú fram í Los Angeles. CCP stendur þar fyrir kynningu á leiknum fyrir blaðamönnum. Ráðgert er að DUST 514 komi á markað síðar í ár fyrir PlayStation leikjatölvur SONY. Dómnefnd PlayStation Official Magazine er skipuð ritstjórum margra stærstu fjölmiðla leikjageirans og telja menn hjá CCP því ljóst að um sé að ræða mikilvæga viðurkenningu fyrir DUST 514 sem og CCP. Leikjavefsíðan IGN, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur jafnframt valið DUST 514 einn af bestu skotleikjum ráðstefnunnar. Þar er DUST 514 í hópi leikja á borð við Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Leikjavísir Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
PlayStation Official Magazine hefur valið nýjasta tölvuleik CCP, DUST 514, einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum E3 ráðstefnunnar (Electronic Entertainment Expo), sem er stærsta tölvuleikjaráðstefnu heims og fer nú fram í Los Angeles. CCP stendur þar fyrir kynningu á leiknum fyrir blaðamönnum. Ráðgert er að DUST 514 komi á markað síðar í ár fyrir PlayStation leikjatölvur SONY. Dómnefnd PlayStation Official Magazine er skipuð ritstjórum margra stærstu fjölmiðla leikjageirans og telja menn hjá CCP því ljóst að um sé að ræða mikilvæga viðurkenningu fyrir DUST 514 sem og CCP. Leikjavefsíðan IGN, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur jafnframt valið DUST 514 einn af bestu skotleikjum ráðstefnunnar. Þar er DUST 514 í hópi leikja á borð við Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4.
Leikjavísir Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira