Mér er mismunað Anna Helga Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Ég er beitt misrétti af hálfu meirihluta borgarstjórnar, Besta flokksins og Samfylkingar. Af því að ég er leikskólakennari og félagi í Félagi leikskólakennara ætlar borgin að fella niður greiðslur vegna yfirvinnu sem ég hef fengið greidda fyrir að matast með börnunum í leikskólanum og vinna í matartímanum mínum. Samstarfsfólk mitt sem situr á næsta borði fær áfram greitt fyrir að sleppa því að fara í matarhlé og borða með börnunum. Á morgun, 1. apríl, tekur uppsögn á 2,5 klst. eftirvinnutímum (svokölluðu neysluhléi) gildi hjá félögum í Félagi leikskólakennara. Þessu svokallaða neysluhléi var komið á árið 2007 af borgarstjórn Dags B. Eggertssonar til þess að mæta mikilli starfsmannaeklu í leikskólum borgarinnar. Í þessu felst viðurkenning á því að starfsfólk leikskóla sem matast með börnunum og kemst ekki í matarhlé á milli hálf tólf og hálf tvö fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði. Það kynnu sjálfsagt margir að halda það sjálfsagt mál að greiða starfsfólki aukalega fyrir að vinna í matartíma sínum og taka ekki matarhlé en það er nú ekki svo. Einungis Hafnarfjörður og Húsavík fylgdu fordæmi Reykjavíkurborgar í þessu máli og borguðu leikskólastarfsfólki sínu þessa aukatíma. Fljótlega eftir efnahagshrun var það tekið af í Hafnarfirði en borgarstjórn Reykjavíkur „stóð vörð um neysluhléið“ og gekk svo langt að þegar 24 leikskólar voru sameinaðir í 11 á síðasta ári mátti oft heyra í rökstuðningi meirihlutans að þannig væri hægt að standa vörð um neysluhléið. Jafnframt héldu borgarfulltrúar meirihlutans því fram að það væri alls ekki í kortunum að leggja neysluhléið niður þó svo að það myndi vissulega spara borginni töluverðar fjárhæðir. Það kom okkur leikskólakennurum því verulega í opna skjöldu þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tilkynnti í nóvember síðastliðnum að segja ætti leikskólakennurum og takið eftir, aðeins leikskólakennurum, upp neysluhléinu í þrepum samfara launahækkunum nýundirritaðs kjarasamnings. Það sem kemur mest á óvart í þessu máli er að meirihlutinn ætlar að fara þá ósanngjörnu og ómerkilegu leið að segja einungis einni fagstétt leikskólastarfsfólks upp þessu svokallaða neysluhléi en ekki öðrum en þetta er allt fólk með misjafna starfsreynslu og menntun en vinnur saman hlið við hlið að sömu störfum. Og ekki misskilja mig, ég gleðst sannarlega með öðru leikskólastarfsfólki sem fær áfram greitt neysluhléið og enginn okkar sem vinnum í leikskólum borgarinnar er of vel að launum okkar kominn. Með þessum aðgerðum meirihlutans erum ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara í Reykjavík beitt hróplegu misrétti og ójafnræði. Í fyrstu var rökstuðningur meirihlutans fyrir þessari aðgerð sá að Félag leikskólakennara hafi í ágúst 2011 gert mjög góðan kjarasamning og að það hafi alltaf verið skilningur allra sem við samningsborðið sátu að í kjölfar þess góða samnings myndi neysluhléið falla niður. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum og meirihlutinn viðurkennt að það var alls ekki skilningur samningsaðila að fella ætti niður neysluhléið í kjölfar samningsins, heldur þvert á móti stóð til að leiðrétta starfskjör leikskólakennara í samræmi við starfskjör viðmiðunarstétta. Jafnræðisregluna þekkja borgarfulltrúar meirihlutans mæta vel og hafa oftsinnis flaggað henni í máli sínu, sem dæmi má nefna þegar forgangur barna leikskólastarfsfólks var afnuminn en eitthvað virðast þeir hafa gleymt henni í þetta skiptið en hún styður algjörlega mál mitt. Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg. Hér er orðið ómálefnaleg lykilorðið því þessi mismunun sem ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara verðum fyrir er með algjörlega ómálefnalegum rökstuðningi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill meina að vegna þess að Félag leikskólakennara hafi gert svo góðan kjarasamning í ágúst 2011 sé frekar hægt að lækka laun mín en Gunnu sem er félagi í Þroskaþjálfafélaginu og starfar við hliðina á mér við sömu störf í matartímanum. Þetta er vissulega launalækkun og fyrir mér er þetta svipað og að segja að Gunna sem er í hjónabandi þoli að fá lægri laun en Bára sem er einhleyp. Klárlega náðust viðunandi kjarasamningar í ágúst á síðasta ári, en ennþá erum við leikskólakennarar með lægst launuðu háskólastéttum landsins og lægst launaða kennarastétt landsins. Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé líkt og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Ég vil að lokum minna borgaryfirvöld á að einungis 33% starfsfólks hjá leikskólum Reykjavíkur eru menntaðir leikskólakennarar, með því lægsta sem þekkist hér á landi og þörf er á átaki til þess að efla leikskólann og það starfsumhverfi sem borgin býður starfsfólki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég er beitt misrétti af hálfu meirihluta borgarstjórnar, Besta flokksins og Samfylkingar. Af því að ég er leikskólakennari og félagi í Félagi leikskólakennara ætlar borgin að fella niður greiðslur vegna yfirvinnu sem ég hef fengið greidda fyrir að matast með börnunum í leikskólanum og vinna í matartímanum mínum. Samstarfsfólk mitt sem situr á næsta borði fær áfram greitt fyrir að sleppa því að fara í matarhlé og borða með börnunum. Á morgun, 1. apríl, tekur uppsögn á 2,5 klst. eftirvinnutímum (svokölluðu neysluhléi) gildi hjá félögum í Félagi leikskólakennara. Þessu svokallaða neysluhléi var komið á árið 2007 af borgarstjórn Dags B. Eggertssonar til þess að mæta mikilli starfsmannaeklu í leikskólum borgarinnar. Í þessu felst viðurkenning á því að starfsfólk leikskóla sem matast með börnunum og kemst ekki í matarhlé á milli hálf tólf og hálf tvö fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði. Það kynnu sjálfsagt margir að halda það sjálfsagt mál að greiða starfsfólki aukalega fyrir að vinna í matartíma sínum og taka ekki matarhlé en það er nú ekki svo. Einungis Hafnarfjörður og Húsavík fylgdu fordæmi Reykjavíkurborgar í þessu máli og borguðu leikskólastarfsfólki sínu þessa aukatíma. Fljótlega eftir efnahagshrun var það tekið af í Hafnarfirði en borgarstjórn Reykjavíkur „stóð vörð um neysluhléið“ og gekk svo langt að þegar 24 leikskólar voru sameinaðir í 11 á síðasta ári mátti oft heyra í rökstuðningi meirihlutans að þannig væri hægt að standa vörð um neysluhléið. Jafnframt héldu borgarfulltrúar meirihlutans því fram að það væri alls ekki í kortunum að leggja neysluhléið niður þó svo að það myndi vissulega spara borginni töluverðar fjárhæðir. Það kom okkur leikskólakennurum því verulega í opna skjöldu þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tilkynnti í nóvember síðastliðnum að segja ætti leikskólakennurum og takið eftir, aðeins leikskólakennurum, upp neysluhléinu í þrepum samfara launahækkunum nýundirritaðs kjarasamnings. Það sem kemur mest á óvart í þessu máli er að meirihlutinn ætlar að fara þá ósanngjörnu og ómerkilegu leið að segja einungis einni fagstétt leikskólastarfsfólks upp þessu svokallaða neysluhléi en ekki öðrum en þetta er allt fólk með misjafna starfsreynslu og menntun en vinnur saman hlið við hlið að sömu störfum. Og ekki misskilja mig, ég gleðst sannarlega með öðru leikskólastarfsfólki sem fær áfram greitt neysluhléið og enginn okkar sem vinnum í leikskólum borgarinnar er of vel að launum okkar kominn. Með þessum aðgerðum meirihlutans erum ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara í Reykjavík beitt hróplegu misrétti og ójafnræði. Í fyrstu var rökstuðningur meirihlutans fyrir þessari aðgerð sá að Félag leikskólakennara hafi í ágúst 2011 gert mjög góðan kjarasamning og að það hafi alltaf verið skilningur allra sem við samningsborðið sátu að í kjölfar þess góða samnings myndi neysluhléið falla niður. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum og meirihlutinn viðurkennt að það var alls ekki skilningur samningsaðila að fella ætti niður neysluhléið í kjölfar samningsins, heldur þvert á móti stóð til að leiðrétta starfskjör leikskólakennara í samræmi við starfskjör viðmiðunarstétta. Jafnræðisregluna þekkja borgarfulltrúar meirihlutans mæta vel og hafa oftsinnis flaggað henni í máli sínu, sem dæmi má nefna þegar forgangur barna leikskólastarfsfólks var afnuminn en eitthvað virðast þeir hafa gleymt henni í þetta skiptið en hún styður algjörlega mál mitt. Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg. Hér er orðið ómálefnaleg lykilorðið því þessi mismunun sem ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara verðum fyrir er með algjörlega ómálefnalegum rökstuðningi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill meina að vegna þess að Félag leikskólakennara hafi gert svo góðan kjarasamning í ágúst 2011 sé frekar hægt að lækka laun mín en Gunnu sem er félagi í Þroskaþjálfafélaginu og starfar við hliðina á mér við sömu störf í matartímanum. Þetta er vissulega launalækkun og fyrir mér er þetta svipað og að segja að Gunna sem er í hjónabandi þoli að fá lægri laun en Bára sem er einhleyp. Klárlega náðust viðunandi kjarasamningar í ágúst á síðasta ári, en ennþá erum við leikskólakennarar með lægst launuðu háskólastéttum landsins og lægst launaða kennarastétt landsins. Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé líkt og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Ég vil að lokum minna borgaryfirvöld á að einungis 33% starfsfólks hjá leikskólum Reykjavíkur eru menntaðir leikskólakennarar, með því lægsta sem þekkist hér á landi og þörf er á átaki til þess að efla leikskólann og það starfsumhverfi sem borgin býður starfsfólki sínu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar