Talsmaður Nubo: Ekkert breyst hér á landi 5. apríl 2012 16:16 Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang Nubo hér á landi. „Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst," segir Halldór Jónsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi. Kínverska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að Nubo hefði náð samkomulagi um risafjárfestingu í suðvesturhluta Kína þar sem stendur til að reisa heilsuþorp líkt því og Nubo vildi reisa á Grímsstöðum á Fjöllum. Um er að ræða risafjárfestingu samkvæmt heimasíðunni, því þar er sagt að Nubo ætli að fjárfesta fyrir 8 milljarða dollara í þorpinu Pu´er í Yunni héraði í Kína. Hann leitar einnig fleiri fjárfesta til þess að koma að verkefninu. Í byrjun febrúar var greint frá því á fréttastofu Stöðvar 2 að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Aðspurður segir Halldór þessa umræddu fjárfestingu ekki hafa áhrif á þær áætlanir eftir því sem hann best viti. Eins og fram hefur komið liggur fyrir umsókn um fjárfestingasamning frá sveitarfélaginu inni á borði iðnaðarráðuneytis. Umsókn Huang Nubo er dagsett 18. janúar og er um langtímaleigu á hluta Grímsstaða og að íslenskt fyrirtæki í hans eigu fái að reisa og reka þar 100 herbergja lúxushótel. Ennfremur að fá á Reykjavíkursvæði að reisa og reka 300 herbergja 5 stjörnu hótel. „Það er nokkuð ljóst að fyrirtækið hans hefur fengið gríðarlega góða kynningu hér og landi auk þess sem það er öflugt og gott. Svo er þessi markaður á mikilli siglingu," segir Halldór vongóður um að Nubo fái að fjárfesta hér á landi. Og þó Ögmundur Jónasson hafi ekki leyft Nubo að fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum þá er ljóst að aðrir eru afar jákvæðir í garð Kínverjans. Þannig var honum boðið til Danmörku að skoða fjárfestingatækifæri. Þegar Halldór er spurður hvernig sú ferð hafi farið svarar hann því til að Nubo vilji fyrst fá svör um fjárfestingar hér á landi. Halldór segist ekki vita hvenær von sé á svari, en vonast til þess að það komi á næstu vikum. Tengdar fréttir Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
„Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst," segir Halldór Jónsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi. Kínverska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að Nubo hefði náð samkomulagi um risafjárfestingu í suðvesturhluta Kína þar sem stendur til að reisa heilsuþorp líkt því og Nubo vildi reisa á Grímsstöðum á Fjöllum. Um er að ræða risafjárfestingu samkvæmt heimasíðunni, því þar er sagt að Nubo ætli að fjárfesta fyrir 8 milljarða dollara í þorpinu Pu´er í Yunni héraði í Kína. Hann leitar einnig fleiri fjárfesta til þess að koma að verkefninu. Í byrjun febrúar var greint frá því á fréttastofu Stöðvar 2 að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Aðspurður segir Halldór þessa umræddu fjárfestingu ekki hafa áhrif á þær áætlanir eftir því sem hann best viti. Eins og fram hefur komið liggur fyrir umsókn um fjárfestingasamning frá sveitarfélaginu inni á borði iðnaðarráðuneytis. Umsókn Huang Nubo er dagsett 18. janúar og er um langtímaleigu á hluta Grímsstaða og að íslenskt fyrirtæki í hans eigu fái að reisa og reka þar 100 herbergja lúxushótel. Ennfremur að fá á Reykjavíkursvæði að reisa og reka 300 herbergja 5 stjörnu hótel. „Það er nokkuð ljóst að fyrirtækið hans hefur fengið gríðarlega góða kynningu hér og landi auk þess sem það er öflugt og gott. Svo er þessi markaður á mikilli siglingu," segir Halldór vongóður um að Nubo fái að fjárfesta hér á landi. Og þó Ögmundur Jónasson hafi ekki leyft Nubo að fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum þá er ljóst að aðrir eru afar jákvæðir í garð Kínverjans. Þannig var honum boðið til Danmörku að skoða fjárfestingatækifæri. Þegar Halldór er spurður hvernig sú ferð hafi farið svarar hann því til að Nubo vilji fyrst fá svör um fjárfestingar hér á landi. Halldór segist ekki vita hvenær von sé á svari, en vonast til þess að það komi á næstu vikum.
Tengdar fréttir Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06