Talsmaður Nubo: Ekkert breyst hér á landi 5. apríl 2012 16:16 Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang Nubo hér á landi. „Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst," segir Halldór Jónsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi. Kínverska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að Nubo hefði náð samkomulagi um risafjárfestingu í suðvesturhluta Kína þar sem stendur til að reisa heilsuþorp líkt því og Nubo vildi reisa á Grímsstöðum á Fjöllum. Um er að ræða risafjárfestingu samkvæmt heimasíðunni, því þar er sagt að Nubo ætli að fjárfesta fyrir 8 milljarða dollara í þorpinu Pu´er í Yunni héraði í Kína. Hann leitar einnig fleiri fjárfesta til þess að koma að verkefninu. Í byrjun febrúar var greint frá því á fréttastofu Stöðvar 2 að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Aðspurður segir Halldór þessa umræddu fjárfestingu ekki hafa áhrif á þær áætlanir eftir því sem hann best viti. Eins og fram hefur komið liggur fyrir umsókn um fjárfestingasamning frá sveitarfélaginu inni á borði iðnaðarráðuneytis. Umsókn Huang Nubo er dagsett 18. janúar og er um langtímaleigu á hluta Grímsstaða og að íslenskt fyrirtæki í hans eigu fái að reisa og reka þar 100 herbergja lúxushótel. Ennfremur að fá á Reykjavíkursvæði að reisa og reka 300 herbergja 5 stjörnu hótel. „Það er nokkuð ljóst að fyrirtækið hans hefur fengið gríðarlega góða kynningu hér og landi auk þess sem það er öflugt og gott. Svo er þessi markaður á mikilli siglingu," segir Halldór vongóður um að Nubo fái að fjárfesta hér á landi. Og þó Ögmundur Jónasson hafi ekki leyft Nubo að fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum þá er ljóst að aðrir eru afar jákvæðir í garð Kínverjans. Þannig var honum boðið til Danmörku að skoða fjárfestingatækifæri. Þegar Halldór er spurður hvernig sú ferð hafi farið svarar hann því til að Nubo vilji fyrst fá svör um fjárfestingar hér á landi. Halldór segist ekki vita hvenær von sé á svari, en vonast til þess að það komi á næstu vikum. Tengdar fréttir Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst," segir Halldór Jónsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi. Kínverska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að Nubo hefði náð samkomulagi um risafjárfestingu í suðvesturhluta Kína þar sem stendur til að reisa heilsuþorp líkt því og Nubo vildi reisa á Grímsstöðum á Fjöllum. Um er að ræða risafjárfestingu samkvæmt heimasíðunni, því þar er sagt að Nubo ætli að fjárfesta fyrir 8 milljarða dollara í þorpinu Pu´er í Yunni héraði í Kína. Hann leitar einnig fleiri fjárfesta til þess að koma að verkefninu. Í byrjun febrúar var greint frá því á fréttastofu Stöðvar 2 að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Aðspurður segir Halldór þessa umræddu fjárfestingu ekki hafa áhrif á þær áætlanir eftir því sem hann best viti. Eins og fram hefur komið liggur fyrir umsókn um fjárfestingasamning frá sveitarfélaginu inni á borði iðnaðarráðuneytis. Umsókn Huang Nubo er dagsett 18. janúar og er um langtímaleigu á hluta Grímsstaða og að íslenskt fyrirtæki í hans eigu fái að reisa og reka þar 100 herbergja lúxushótel. Ennfremur að fá á Reykjavíkursvæði að reisa og reka 300 herbergja 5 stjörnu hótel. „Það er nokkuð ljóst að fyrirtækið hans hefur fengið gríðarlega góða kynningu hér og landi auk þess sem það er öflugt og gott. Svo er þessi markaður á mikilli siglingu," segir Halldór vongóður um að Nubo fái að fjárfesta hér á landi. Og þó Ögmundur Jónasson hafi ekki leyft Nubo að fjárfesta á Grímsstöðum á Fjöllum þá er ljóst að aðrir eru afar jákvæðir í garð Kínverjans. Þannig var honum boðið til Danmörku að skoða fjárfestingatækifæri. Þegar Halldór er spurður hvernig sú ferð hafi farið svarar hann því til að Nubo vilji fyrst fá svör um fjárfestingar hér á landi. Halldór segist ekki vita hvenær von sé á svari, en vonast til þess að það komi á næstu vikum.
Tengdar fréttir Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. 5. apríl 2012 15:06