Samþykkt að fækka erlendum leikmönnum í körfuboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. apríl 2012 21:46 J'Nathan Bullock hefur slegið í gegn með Grindavík í vetur. Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld. Samkvæmt þeim verður aðeins heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn á vellinum hverju sinni í leikjum í úrvalsdeild karla. Í leikjum 1. deildar karla og úrvalsdeildar kvenna má nú aðeins vera með einn erlendan leikmann inn á í einu. Hingað til hefur liðum verið heimilt að vera með tvo bandaríska leikmenn og svo ótakmarkaðan fjölda leikmanna með evrópskt ríkisfang í leikmannahópnum. Reglubreytingarnar banna í sjálfu sér ekki að vera með fleiri en tvo erlenda leikmenn í hópnum en þær setja liðum takmarkanir um notkun þeirra í leikjum. Þá var einnig mælt með því að breyta félagaskiptareglunum. Opið verður fyrir félagaskipti frá 1. júní til 15. nóvember og svo aftur frá 1. janúar til 31. janúar. Hingað til hefur verið heimilt að skipta út bandarískum leikmönnum fyrirvaralaust og þess vegna í miðri úrslitakeppni - eins og Þórsarar gerðu vegna meiðsla Matthew Hairston fyrr í þessu mánuði. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, sagði við Vísi í kvöld að sú regla sé orðin 30 ára gömul og því sé um mikla breytingu að ræða fyrir körfuboltahreyfinguna. Félagaskiptaglugginn fyrir íslenska og evrópska leikmenn hefur hingað til aðeins verið lokaður frá 5. febrúar til 31. maí. Nýju dagsetningarnar munu ná yfir alla leikmenn. Gert er ráð fyrir því að félög muni byrja að vinna eftir þessum reglum eftir nokkrar vikur, þegar stjórn KKÍ hefur skilað af sér tillögum að reglubreytingum. Þær verða þó ekki formlega samþykktar fyrr en á næsta formannafundi KKÍ, sem haldinn verður í ágúst. Friðrik Ingi sagði að þessar tillögur hefðu verið samþykktar af miklum meirihluta fundarmanna í dag. Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld. Samkvæmt þeim verður aðeins heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn á vellinum hverju sinni í leikjum í úrvalsdeild karla. Í leikjum 1. deildar karla og úrvalsdeildar kvenna má nú aðeins vera með einn erlendan leikmann inn á í einu. Hingað til hefur liðum verið heimilt að vera með tvo bandaríska leikmenn og svo ótakmarkaðan fjölda leikmanna með evrópskt ríkisfang í leikmannahópnum. Reglubreytingarnar banna í sjálfu sér ekki að vera með fleiri en tvo erlenda leikmenn í hópnum en þær setja liðum takmarkanir um notkun þeirra í leikjum. Þá var einnig mælt með því að breyta félagaskiptareglunum. Opið verður fyrir félagaskipti frá 1. júní til 15. nóvember og svo aftur frá 1. janúar til 31. janúar. Hingað til hefur verið heimilt að skipta út bandarískum leikmönnum fyrirvaralaust og þess vegna í miðri úrslitakeppni - eins og Þórsarar gerðu vegna meiðsla Matthew Hairston fyrr í þessu mánuði. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, sagði við Vísi í kvöld að sú regla sé orðin 30 ára gömul og því sé um mikla breytingu að ræða fyrir körfuboltahreyfinguna. Félagaskiptaglugginn fyrir íslenska og evrópska leikmenn hefur hingað til aðeins verið lokaður frá 5. febrúar til 31. maí. Nýju dagsetningarnar munu ná yfir alla leikmenn. Gert er ráð fyrir því að félög muni byrja að vinna eftir þessum reglum eftir nokkrar vikur, þegar stjórn KKÍ hefur skilað af sér tillögum að reglubreytingum. Þær verða þó ekki formlega samþykktar fyrr en á næsta formannafundi KKÍ, sem haldinn verður í ágúst. Friðrik Ingi sagði að þessar tillögur hefðu verið samþykktar af miklum meirihluta fundarmanna í dag.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira