Íslenskar og norskar auðlindir hafsins: Olían og fiskurinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. maí 2012 06:00 Í allri umræðu um mikilvæg málefni samfélagsins er æskilegt að grundvallarhugtök séu réttilega skilgreind. Þannig er ljóst að það er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðmið að villt og vörslulaus dýr, m.a. fiskurinn í sjónum, eru óeignarhæf á meðan þau eru óveidd, sbr. t.d. rit Churchills og Owens frá árinu 2010, The EC Common Fisheries Policy, bls. 77–78. Á hinn bóginn er hægt að skapa eignarheimildir yfir réttinum til að nýta hin villtu dýr. Hver á makrílinn?Framangreind atriði mætti skýra með vísan til stjórnkerfis makrílveiða. Þótt sá nytjastofn hafi vanið komur sínar á Íslandsmið fyrir nokkrum árum þá breytti það engu um eignarhaldið á honum, þ.e. enginn á hann á meðan hann er óveiddur. Hins vegar höfðu stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands, Noregur, aðildarríki Evrópusambandsins og Færeyjar, lengi sett reglur um stjórn veiðanna, sem höfðu m.a. í för með sér að íslenska ríkið var útilokað frá því að reglubinda þessar veiðar í skilningi ákvæða úthafsveiðisamnings Sameinuðu þjóðanna. Þá, sem nú, átti íslenska þjóðin ekki makrílstofninn. Hins vegar eftir að hann fannst í veiðanlegu magni á Íslandsmiðum sköpuðust raunhæf lagaleg úrræði fyrir íslensk yfirvöld að taka þátt í að setja reglur um stjórn veiðanna. Af ofangreindu leiðir að yfirlýsingar hér á landi um sameign þjóðar á nytjastofnum skapa hvorki lagalegan eignarrétt fyrir þjóð né ríki. Alþingi hefur hins vegar heimildir til að setja reglur um stjórn fiskveiða í atvinnuskyni og leggja á skatta, enda sé reglusetning um þessi málefni í samræmi við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar. Að bera saman epli og appelsínuÍ öllum samanburði er æskilegt að bera ekki saman epli og appelsínu. Þannig er orðið algengara hér á landi að stjórn fiskveiða á Íslandi sé borin saman við stjórn nýtingar á olíu við Noregsstrendur. Þetta er ósanngjarn samanburður, m.a. vegna þess að enginn hefur haft áþreifanlega og sérgreinda atvinnuhagsmuni af nýtingu tiltekinnar olíulindar út á rúmsjó áður en stjórnvöld hefjast handa að setja reglur um efnið, en slíkt á ekki við um nýtingu fisksins í sjónum. Þetta leiðir til þess að sá valkostur er fyllilega eðlilegur að ríkið selji á uppboði leyfi til að rannsaka og nýta olíuauðlindina á meðan sú aðferð er sjaldgæf þegar kemur að upphaflegri hönnun meginþátta stjórnkerfa fiskveiða, m.a. vegna lögvarðra atvinnuhagsmuna þeirra sem eru að stunda fiskveiðar. Þessi aðstaða á ekki síst við í rótgrónum fiskveiðisamfélögum eins og á Íslandi og í Noregi. Af ofangreindu leiðir, að eðlilegt er að bera saman myndun fiskveiðiréttinda á Íslandi við sambærilegar reglur í Noregi. Sé það gert, kemur í ljós að norsk stjórnvöld hafa á undanförnum áratugum skilgreint nýtingarheimildir eigenda fiskiskipa með hliðsjón af fyrri þátttöku þeirra í fiskveiðum, rétt eins og gert hefur verið í öllum megindráttum á Íslandi. Af norskum olíutekjum og norskum ríkisstyrkjumNorska ríkið hefur haft háar tekjur af olíu– og gasvinnslu en á hinn bóginn hefur það eytt fjármunum til að styðja við bakið á rekstri útgerðar– og fiskvinnslufyrirtækja. Dregið hefur verið verulega úr þessum árlegu ríkisstyrkjum undanfarna tvo áratugi, sbr. t.d. rit norsku Fiskistofunnar, Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria, År 2010, bls. 32. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í allri umræðu um mikilvæg málefni samfélagsins er æskilegt að grundvallarhugtök séu réttilega skilgreind. Þannig er ljóst að það er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðmið að villt og vörslulaus dýr, m.a. fiskurinn í sjónum, eru óeignarhæf á meðan þau eru óveidd, sbr. t.d. rit Churchills og Owens frá árinu 2010, The EC Common Fisheries Policy, bls. 77–78. Á hinn bóginn er hægt að skapa eignarheimildir yfir réttinum til að nýta hin villtu dýr. Hver á makrílinn?Framangreind atriði mætti skýra með vísan til stjórnkerfis makrílveiða. Þótt sá nytjastofn hafi vanið komur sínar á Íslandsmið fyrir nokkrum árum þá breytti það engu um eignarhaldið á honum, þ.e. enginn á hann á meðan hann er óveiddur. Hins vegar höfðu stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands, Noregur, aðildarríki Evrópusambandsins og Færeyjar, lengi sett reglur um stjórn veiðanna, sem höfðu m.a. í för með sér að íslenska ríkið var útilokað frá því að reglubinda þessar veiðar í skilningi ákvæða úthafsveiðisamnings Sameinuðu þjóðanna. Þá, sem nú, átti íslenska þjóðin ekki makrílstofninn. Hins vegar eftir að hann fannst í veiðanlegu magni á Íslandsmiðum sköpuðust raunhæf lagaleg úrræði fyrir íslensk yfirvöld að taka þátt í að setja reglur um stjórn veiðanna. Af ofangreindu leiðir að yfirlýsingar hér á landi um sameign þjóðar á nytjastofnum skapa hvorki lagalegan eignarrétt fyrir þjóð né ríki. Alþingi hefur hins vegar heimildir til að setja reglur um stjórn fiskveiða í atvinnuskyni og leggja á skatta, enda sé reglusetning um þessi málefni í samræmi við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar. Að bera saman epli og appelsínuÍ öllum samanburði er æskilegt að bera ekki saman epli og appelsínu. Þannig er orðið algengara hér á landi að stjórn fiskveiða á Íslandi sé borin saman við stjórn nýtingar á olíu við Noregsstrendur. Þetta er ósanngjarn samanburður, m.a. vegna þess að enginn hefur haft áþreifanlega og sérgreinda atvinnuhagsmuni af nýtingu tiltekinnar olíulindar út á rúmsjó áður en stjórnvöld hefjast handa að setja reglur um efnið, en slíkt á ekki við um nýtingu fisksins í sjónum. Þetta leiðir til þess að sá valkostur er fyllilega eðlilegur að ríkið selji á uppboði leyfi til að rannsaka og nýta olíuauðlindina á meðan sú aðferð er sjaldgæf þegar kemur að upphaflegri hönnun meginþátta stjórnkerfa fiskveiða, m.a. vegna lögvarðra atvinnuhagsmuna þeirra sem eru að stunda fiskveiðar. Þessi aðstaða á ekki síst við í rótgrónum fiskveiðisamfélögum eins og á Íslandi og í Noregi. Af ofangreindu leiðir, að eðlilegt er að bera saman myndun fiskveiðiréttinda á Íslandi við sambærilegar reglur í Noregi. Sé það gert, kemur í ljós að norsk stjórnvöld hafa á undanförnum áratugum skilgreint nýtingarheimildir eigenda fiskiskipa með hliðsjón af fyrri þátttöku þeirra í fiskveiðum, rétt eins og gert hefur verið í öllum megindráttum á Íslandi. Af norskum olíutekjum og norskum ríkisstyrkjumNorska ríkið hefur haft háar tekjur af olíu– og gasvinnslu en á hinn bóginn hefur það eytt fjármunum til að styðja við bakið á rekstri útgerðar– og fiskvinnslufyrirtækja. Dregið hefur verið verulega úr þessum árlegu ríkisstyrkjum undanfarna tvo áratugi, sbr. t.d. rit norsku Fiskistofunnar, Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria, År 2010, bls. 32. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar