Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða 13. mars 2012 06:30 Björgólfur og Róbert voru nánir viðskiptafélagar á árum áður. Hér eru þeir saman á ársfundi Actavis árið 2007. Fréttablaðið/anton Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, þarf að greiða eignarhaldsfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði um 2,4 milljarða króna samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Sama dag féll annar dómur í deilu þessara áður nánu samstarfsmanna og niðurstaða hans er sú að tveimur félögum Björgólfs ber að greiða Róbert jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Ef marka má fullyrðingar Björgólfs eru félögin hins vegar svo til eignalaus. Róbert og Björgólfur hafa deilt fyrir dómstólum í hálft annað ár, annars vegar um árangursþóknun sem Róbert taldi sig eiga inni hjá félögum Björgólfs frá því að hann var forstjóri Actavis og hins vegar um skuld sem Björgólfur taldi sig eiga hjá Róberti. Fyrrnefnda málið snýst um klausu í samningi sem Róbert gerði við Björgólf þegar hann keypti tólf prósenta hlut í móðurfélagi Actavis, Novator Pharma, árið 2007. Klausan kvað á um að Róbert skyldi fá fjörutíu milljóna evra áhættuþóknun fyrir árslok 2009, að því gefnu að hann væri enn að störfum hjá Actavis eða hefði verið sagt upp án tilefnis. Þar af átti að vera hægt að nota tíu milljónir í beint skuldauppgjör Róberts við Björgólf og tengd félög. Í ágúst 2009 fékk Róbert tölvupóst frá Björgólfi þar sem sagði að Actavis væri yfirskuldsett, gæti ekki greitt af lánum sínum og því væri ekkert eigið fé eftir „í strúktúrnum". Þess vegna væri mjög ólíklegt að Novator Pharma og móðurfélag þess, Novator Pharma Holding, gæti staðið við að greiða áhættuþóknunina. Róbert fór með málið fyrir dóm og krafðist efnda, en Björgólfur greip til varna með ýmsum rökum, meðal annars þeim að Róbert hefði hætt störfum fyrr en samkomulagið kvað á um, í sátt við Björgólf, og það hafi því ekki verið án tilefnis. Í millitíðinni hafði Björgólfur hins vegar lýst því yfir á vefsíðu sinni að hann hefði rekið Róbert frá Actavis, og hann staðfesti þann skilning sinn fyrir dómi. Þetta, og fleira, leiðir til þess að dómurinn telur samkomulagið enn í gildi og félögin, sem Björgólfur segir eignalaus, skulda Róberti þrjátíu milljónir evra. Það, ásamt dráttarvöxtum, jafngildir á sjöunda milljarð króna. Síðara málið snýst um ríflega sjö milljóna evra lán sem félagið BeeTeeBee Ltd. á Bresku Jómfrúareyjunum, í eigu Björgólfs, veitti eignarhaldsfélagi Róberts í mars 2005. Róbert gekkst síðar í persónulega ábyrgð fyrir láninu. Róbert taldi að þeirri kröfu hefði þegar verið skuldajafnað í samræmi við ákvæði samkomulagsins sem fjallað er um í hinu málinu, en dómurinn segir ekkert liggja fyrir um að svo hafi verið. Því skuldi Róbert BeeTeeBee 7,7 milljónir evra, sem með þrjátíu prósenta umsömdum dráttarvöxtum jafngildir nú um 2,4 milljörðum króna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, þarf að greiða eignarhaldsfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði um 2,4 milljarða króna samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Sama dag féll annar dómur í deilu þessara áður nánu samstarfsmanna og niðurstaða hans er sú að tveimur félögum Björgólfs ber að greiða Róbert jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Ef marka má fullyrðingar Björgólfs eru félögin hins vegar svo til eignalaus. Róbert og Björgólfur hafa deilt fyrir dómstólum í hálft annað ár, annars vegar um árangursþóknun sem Róbert taldi sig eiga inni hjá félögum Björgólfs frá því að hann var forstjóri Actavis og hins vegar um skuld sem Björgólfur taldi sig eiga hjá Róberti. Fyrrnefnda málið snýst um klausu í samningi sem Róbert gerði við Björgólf þegar hann keypti tólf prósenta hlut í móðurfélagi Actavis, Novator Pharma, árið 2007. Klausan kvað á um að Róbert skyldi fá fjörutíu milljóna evra áhættuþóknun fyrir árslok 2009, að því gefnu að hann væri enn að störfum hjá Actavis eða hefði verið sagt upp án tilefnis. Þar af átti að vera hægt að nota tíu milljónir í beint skuldauppgjör Róberts við Björgólf og tengd félög. Í ágúst 2009 fékk Róbert tölvupóst frá Björgólfi þar sem sagði að Actavis væri yfirskuldsett, gæti ekki greitt af lánum sínum og því væri ekkert eigið fé eftir „í strúktúrnum". Þess vegna væri mjög ólíklegt að Novator Pharma og móðurfélag þess, Novator Pharma Holding, gæti staðið við að greiða áhættuþóknunina. Róbert fór með málið fyrir dóm og krafðist efnda, en Björgólfur greip til varna með ýmsum rökum, meðal annars þeim að Róbert hefði hætt störfum fyrr en samkomulagið kvað á um, í sátt við Björgólf, og það hafi því ekki verið án tilefnis. Í millitíðinni hafði Björgólfur hins vegar lýst því yfir á vefsíðu sinni að hann hefði rekið Róbert frá Actavis, og hann staðfesti þann skilning sinn fyrir dómi. Þetta, og fleira, leiðir til þess að dómurinn telur samkomulagið enn í gildi og félögin, sem Björgólfur segir eignalaus, skulda Róberti þrjátíu milljónir evra. Það, ásamt dráttarvöxtum, jafngildir á sjöunda milljarð króna. Síðara málið snýst um ríflega sjö milljóna evra lán sem félagið BeeTeeBee Ltd. á Bresku Jómfrúareyjunum, í eigu Björgólfs, veitti eignarhaldsfélagi Róberts í mars 2005. Róbert gekkst síðar í persónulega ábyrgð fyrir láninu. Róbert taldi að þeirri kröfu hefði þegar verið skuldajafnað í samræmi við ákvæði samkomulagsins sem fjallað er um í hinu málinu, en dómurinn segir ekkert liggja fyrir um að svo hafi verið. Því skuldi Róbert BeeTeeBee 7,7 milljónir evra, sem með þrjátíu prósenta umsömdum dráttarvöxtum jafngildir nú um 2,4 milljörðum króna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira