Lækkuðu lánshæfismat níu evruríkja 14. janúar 2012 13:10 Olli Rehn. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat níu evruríkja, þar á meðal Frakklands. Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir ákvörðun fyrirtækisins harðlega. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Frakklands úr toppflokknum AAA niður í AA+, líkt og gert var við Bandaríkin síðasta sumar. Við það eykst enn óvissan um bata evrusvæðisins, en þróunin hafði verið nokkuð jákvæð síðustu daga og vikur. Frakkar eru þó enn með toppeinkunn frá hinum matsfyrirtækjunum, Moody's og Fitch Ratings. Francois Baroin, fjármálaráðherra Frakklands sagði við þetta tilefni að vissulega væri um slæmar fréttir að ræða en engar hamfarir stæðu þó fyrir dyrum. Hann vísaði m.a til þess að S&P hefði lækkað einkunn Bandaríkjamanna síðasta sumars svo þetta væru engar stórslysafréttir. Ekkert uppnám varð á mörkuðum þó að gengi hlutabréfa beggja vegna Atlantshafs hafi lækkað. Gengi evru lækkaði hins vegar og hefur ekki verið lægra í heilt ár. Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunnir Ítalíu, Spánar, Kýpur og Portúgal, en tvö síðastnefndu löndin voru færð niður í ruslflokk. Einkunnir Austurríkis, Slóvakíu og Slóveníu voru líka lækkaðar. Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi ákvörðun fyrirtækisins og sagði að ríkin á evrusvæðinu hefðu ráðist í afgerandi aðgerðir til að bregðast við vandanum á evrusvæðinu og mikill árangur hefði náðst í að róa fjármálamarkaði. Ákvörðun Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunnir ríkja á evrusvæðinu þýðir að það verður erfiðara fyrir ríkisstjórnir og fyrirtæki í viðkomandi löndum að afla sér lánsfjár á mörkuðum en lánveitendur nota þessar einkunnir sem mælikvarða á áhættu sem fylgir lánveitingum og halda að sér höndum ef einkunn er lág. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat níu evruríkja, þar á meðal Frakklands. Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir ákvörðun fyrirtækisins harðlega. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Frakklands úr toppflokknum AAA niður í AA+, líkt og gert var við Bandaríkin síðasta sumar. Við það eykst enn óvissan um bata evrusvæðisins, en þróunin hafði verið nokkuð jákvæð síðustu daga og vikur. Frakkar eru þó enn með toppeinkunn frá hinum matsfyrirtækjunum, Moody's og Fitch Ratings. Francois Baroin, fjármálaráðherra Frakklands sagði við þetta tilefni að vissulega væri um slæmar fréttir að ræða en engar hamfarir stæðu þó fyrir dyrum. Hann vísaði m.a til þess að S&P hefði lækkað einkunn Bandaríkjamanna síðasta sumars svo þetta væru engar stórslysafréttir. Ekkert uppnám varð á mörkuðum þó að gengi hlutabréfa beggja vegna Atlantshafs hafi lækkað. Gengi evru lækkaði hins vegar og hefur ekki verið lægra í heilt ár. Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunnir Ítalíu, Spánar, Kýpur og Portúgal, en tvö síðastnefndu löndin voru færð niður í ruslflokk. Einkunnir Austurríkis, Slóvakíu og Slóveníu voru líka lækkaðar. Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi ákvörðun fyrirtækisins og sagði að ríkin á evrusvæðinu hefðu ráðist í afgerandi aðgerðir til að bregðast við vandanum á evrusvæðinu og mikill árangur hefði náðst í að róa fjármálamarkaði. Ákvörðun Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunnir ríkja á evrusvæðinu þýðir að það verður erfiðara fyrir ríkisstjórnir og fyrirtæki í viðkomandi löndum að afla sér lánsfjár á mörkuðum en lánveitendur nota þessar einkunnir sem mælikvarða á áhættu sem fylgir lánveitingum og halda að sér höndum ef einkunn er lág.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira