Rajon Rondo fór mikinn þegar Boston Celtics lagði Chicago Bulls í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Hann skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar.
Rondo er nú búinn að gefa að lágmarki 10 stoðsendingar í 31 leik í röð. Metið á John Stockton, fyrrum leikmaður Utah, en hann lék þann leik 37 leiki í röð á sínum tíma.
LeBron James skoraði 38 stig fyrir Miami Heat sem vann nauman sigur í Houston. 32 stig komu í síðari hálfleik hjá James. Chris Bosh var einnig öflugur með 24 stig.
Úrslit:
Toronto Raptors 133 - 140 Utah Jazz
Philadelphia 76ers 96 - 105 Milwaukee Bucks
Detroit Pistons 90 - 92 Oklahoma City Thunder
Chicago Bulls 95 - 101 Boston Celtics
Houston Rockets 110 - 113 Miami Heat
Dallas Mavericks 82 - 90 Minnesota Timberwolves
Phoenix Suns 110 - 100 Denver Nuggets
Portland Trail Blazers 87 - 95 Atlanta Hawks
