Alexander er slæmur í öxlinni - getur ekki skotið á markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2012 06:30 Alexander Petersson skoraði 28 mörk í 6 leikjum á Ólympíuleikunum í London. Mynd/Nordicphotos/Getty Alexander Petersson hefur tilkynnt Handboltasambandi Íslands að hann verði ekki með landsliðinu á HM í handbolta á Spáni í næsta mánuði því þessi lykilmaður landsins segist þurfa á hvíld að halda eftir þráláta baráttu við axlarmeiðsli. Þetta kom fyrst fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alexander Petersson er leikmaður Rhein Neckar Löwen og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem þurfti oft að berjast fyrir því að Alexander spilaði fyrir íslenska landsliðið á undanförnum árum. Alexander hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðustu ár en hefur samt getað verið með í öllum helstu verkefnum íslenska landsliðsins á þeim tíma. Alexander tilkynnti HSÍ fyrir nokkrum dögum að hann þyrfti á hvíld að halda vegna þessara þrálátu axlarmeiðsla. Alexander vill ekki fara í aðgerð heldur hvíla öxlina en hann hefur ekkert getað æft upp á síðkastið eftir að hafa leikið stórkostlega með Löwen-liðinu á þessu tímabili. „Alex er slæmur í öxlinni og getur ekkert skotið á markið. Hann spilaði eitthvað í síðasta leik en skaut ekkert á markið. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur. Þetta er mjög erfið staða, bæði fyrir hann og landsliðið. Hann var frá í tvo mánuði síðast þegar þessi staða kom upp en þá mætti hann í landsliðsverkefnið og saup seyðið af því," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Alexander hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu síðustu ár bæði í sókn og vörn. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað fleiri mörk á undanförnum fimm stórmótum íslenska landsliðsins og mikilvægi Alexanders í vörninni verður seint metið til fulls enda þar oft margra manna maki. Fari svo að Alexander verði ekki með á Spáni þá er hann þriðji byrjunarliðsmaður landsliðsins sem heltist úr lestinni eftir Ólympíuleikana í London. Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna og Arnór Atlason varð fyrir því óláni að slíta hásin. Tveir af þessum mönnum eru örvhentir og þá er Rúnar Kárason enn meiddur. Íslenska landsliðið vantar því nauðsynlega hjálp á hægri vængnum þar sem íslenska liðið hefur verið með tvo heimsklassaleikmenn undanfarin ár. „Ég hef einhverjar hugmyndir um hverjir gætu leyst hann af ef það fer svo að hann spili ekki. Það er jafnvel til í dæminu að spila með rétthentan mann hægra megin," sagði Aron. Handbolti Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Alexander Petersson hefur tilkynnt Handboltasambandi Íslands að hann verði ekki með landsliðinu á HM í handbolta á Spáni í næsta mánuði því þessi lykilmaður landsins segist þurfa á hvíld að halda eftir þráláta baráttu við axlarmeiðsli. Þetta kom fyrst fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alexander Petersson er leikmaður Rhein Neckar Löwen og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem þurfti oft að berjast fyrir því að Alexander spilaði fyrir íslenska landsliðið á undanförnum árum. Alexander hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðustu ár en hefur samt getað verið með í öllum helstu verkefnum íslenska landsliðsins á þeim tíma. Alexander tilkynnti HSÍ fyrir nokkrum dögum að hann þyrfti á hvíld að halda vegna þessara þrálátu axlarmeiðsla. Alexander vill ekki fara í aðgerð heldur hvíla öxlina en hann hefur ekkert getað æft upp á síðkastið eftir að hafa leikið stórkostlega með Löwen-liðinu á þessu tímabili. „Alex er slæmur í öxlinni og getur ekkert skotið á markið. Hann spilaði eitthvað í síðasta leik en skaut ekkert á markið. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur. Þetta er mjög erfið staða, bæði fyrir hann og landsliðið. Hann var frá í tvo mánuði síðast þegar þessi staða kom upp en þá mætti hann í landsliðsverkefnið og saup seyðið af því," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Alexander hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu síðustu ár bæði í sókn og vörn. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað fleiri mörk á undanförnum fimm stórmótum íslenska landsliðsins og mikilvægi Alexanders í vörninni verður seint metið til fulls enda þar oft margra manna maki. Fari svo að Alexander verði ekki með á Spáni þá er hann þriðji byrjunarliðsmaður landsliðsins sem heltist úr lestinni eftir Ólympíuleikana í London. Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna og Arnór Atlason varð fyrir því óláni að slíta hásin. Tveir af þessum mönnum eru örvhentir og þá er Rúnar Kárason enn meiddur. Íslenska landsliðið vantar því nauðsynlega hjálp á hægri vængnum þar sem íslenska liðið hefur verið með tvo heimsklassaleikmenn undanfarin ár. „Ég hef einhverjar hugmyndir um hverjir gætu leyst hann af ef það fer svo að hann spili ekki. Það er jafnvel til í dæminu að spila með rétthentan mann hægra megin," sagði Aron.
Handbolti Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn