Innlent

Barnaafmæli á listasafni

Nýstárleg sýning stendur yfir í Nýlistasafninu sem hefur tímabundið verið breytt í leiksvæði fyrir börn. Listamaðurinn Curver Thoroddsen stendur fyrir sýningunni. Hann segir að listaverkið verði til þegar fjölskyldan mættir á sýninguna til að leika sér og skemmta.

Sýningin var opnuð síðustu helgi og verður Nýlistasafnið undirlagt af Fjölskylduskemmtun til loka apríl. Erla Hlynsdóttir fór á sýninguna og í meðfylgjandi myndbroti má sjá hana ræða við listamanninn, og safnstjórann sem segist nú í fyrsta sinn hafa fengið beiðnir frá fólki um að halda barnaafmæli á listasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×