Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. febrúar 2012 15:00 Love með verðlaunagripinn fína í nótt MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn. NBA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira
Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira