Handbolti

Landsliðshópurinn tilkynntur | Verður Ólafur með?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Handknattleikssamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar klukkan þrjú. Talið er að á fundinum verði kynntur landsliðshópur Íslands fyrir heimsmeistaramótið á Spáni í janúar.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti á dögunum 28 manna hóp til Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF. Úr þeim hópi getur Aron valið sinn lokahóp fyrir Spánarferðina.

Alexander Petersson og Ólafur Stefánsson voru báðir í 28 manna hóp Arons. Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag er ljóst að Alexander gefur ekki kost á sér vegna langvarandi meiðsla á öxl. Líklegt er talið að niðurstaða sé komin í mál Ólafs en það kemur í ljós á blaðamannafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×