Handbolti

Blaðamannafundur HSÍ | Ólafur verður með landsliðinu á HM á Spáni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Ólafur Stefánsson er í 23 manna landsliðshópi Íslands í handbolta karla sem landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tilkynnti í dag. Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu hér á Vísi.

23 manna hópurinn

Markverðir

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Daníel Freyr Andrésson, FH

Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy

Vinstri hornamenn

Bjarki Már Elísson, HK

Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Necker Löwen

Línumenn

Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Vignir Svavarsson, Minden

Vinstri skyttur

Aron Pálmarsson, THW Kiel

Fannar Þór Friðgeirsson, Wetzlar

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Ólafur Gústafsson, Flensburg

Leikstjórnendur

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten

Hægri skyttur


Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Ólafur I. Stefánsson, Lakhwiya Sports Club

Hægri hornamenn

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Þórir Ólafsson, Kielce

Varnarmenn


Ingimundur Ingimundarson, ÍR

Sverre Jakobsson, TV Grosswallstadt

Þar með er blaðamannafundinum lokið. Nú gefst fjölmiðlamönnum kostur á að ræða nánar við Aron Kristjánsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Góðar stundir og takk fyrir lesturinn.

Í beinni
Langflestir leikmenn liðsins eru að spila leik 26. desember og koma heim 27. desember. Fyrsta æfing liðsins verður að kvöldi 27. desember og svo aftur morguninn eftir.

Í beinni
Við vitum að samkeppnin veðrur mikil á mótinu. Við getum ekki horft á annað en riðilinn. Markmiðið er að komast á sem bestan hátt upp úr riðlinum.

Í beinni
Aron ítrekar að Ólafur Stefánsson sé hugsaður númer tvö í stöðu hægri skyttu á eftir Ásgeiri Erni. Handan við hornið sé svo Ernir Hrafn Arnarson og minnir svo á að Ólafur Guðmundsson hafi spilað þessa stöðu töluvert.

Í beinni
Aron minnir á að leikmenn úr 28 manna hópnum eiga enn möguleika á að vera kallaðir aftur inn í hópinn komi eitthvað uppá.

Í beinni
Aron segist hafa rætt við þjálfara Magdeburg sem segir Björgvin hafa verið öflugur síðan hann kom tilbaka. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum eftir fjarveru vegna meiðsla. Hann verður að sanna sig segir Aron Kristjánsson.

Í beinni
Aron segir að tíminn verði að ráða í ljós hvort Ingimundur verði með. Hann missi líklega af leikjunum gegn Túnis en verði vonandi tilbúinn um áramótin.



Í beinni
Meiðsli Alexanders komu okkur ekki á óvart segir Einar Þorvarðarson. Læknar íslenska landsliðsins ráðlögðu Alexander að fara í aðgerð sem varð ekki. Alexander kom geysisterkur tilabaka og hafi átt frábært tímabil bæði á Ólympíuleikunum og svo í hauast með Löwen. Nú sé komið bakslag en læknateymi íslenska landsliðsins hafi ráðlagt aðgerð eftir Serbíu. Ekki er þó vitað hvort hann sé á leiðinni í aðgerð. Aron Kristjánsson bætir við að íslensku og þýsku læknarnir séu ekki alveg sammála. Leikmaðurinn sé auðvitað í vinnu hjá Löwen með þýska sérfræðinga sér við hlið og svo hafi hann íslenska sérfræðinga hér á landi. Alexander verði að ákveða framhaldið sjálfur.

Í beinni
Aron segir að Ólafur sé í mjög góðu líkamlegu formi. Það þurfi að pússa hann saman hvað öxlina varðar en Aron og Ólafur hafi trú á því að það takist. Ólafur kom strax upp í huga Arons varðandi að leysa stöðu hægri skyttu og geti örugglega hjálpað landsliðinu.

Í beinni:
Aron segir Ólaf mjög móteveraðan til að taka þátt í verkefninu. Hann verði Ásgeiri til halds og trausts.

Í beinni:
Aron segir að Ingimundur Ingimundarson sé með gat á lunga og ekki fullfrískur. Staðan verður tekin á honum á milli jóla og nýárs.

Í beinni:
Aron Kristjáns segist hafa leitað til Ólafs Stefánssonar til að vera hópnum til halds og traust. Vera stuðningur við liðið. I gærkvöldi var sameiginleg æfing leikmanna Vals og Hauka þar sem Ólafur var með. Aron segir að Ólafur hafi litið vel út á æfingunni.

Í beinni:
Í dag verður tilkynntur 23 manna hópur fyrir landsleikina gegn Túnis og fyrir mótið á Spáni í janúar. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik ytra 8. janúar fyrir HM á Spáni.

Í beinni:
Einar Þorvarðarson minnir á æfingalandsleiki Íslands gegn Túnis í Laugardalshöll 28. og 29. desember. Miðaverði er stillt í hóf en þetta eru einu landsleikir Íslands hér á landi fyrir HM á Spáni.

Í beinni:
Aron Kristjáns, Einar Þorvarðar og Ásgeir Örn eru sestir. Nú byrjar ballið.

Í beinni:
Ásgeir Örn Hallgrímsson er mættur í salinn og er dúndurhress eins og venjulega. Mikið mun mæða á Ásgeiri Erni á Spáni í ljósi fjarveru Alexanders. Þykir mörgum tími til kominn að Ásgeir fái aukna ábyrð en þetta verður tíunda stórmót Ásgeirs Arnar.

Í beinni:
Samkvæmt heimildum Vísis er ljóst að Ólafur Stefánsson verður með íslenska landsliðinu. Enn á þó eftir að tilkynna hópinn í heild sinni. Það verður gert á næstu mínútum.

Í beinni:
Það eru tíu mínútur í að blaðamannafundurinn hefjist. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður HSÍ, setur upp renninga með styrktaraðilum HSÍ. Allt er eins og það á að vera og nú fer væntanlega að fjölga í salnum.

Í beinni: Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er mættur í hús. Hann fer yfir málin með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, íþróttafréttamanni Stöðvar 2. Gaupi hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og var aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk með íslenska landsliðið á sínum tíma.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti á dögunum 28 manna hóp sinn fyrir heimsmeistaramótið til Alþjóðahandknattleikssambandisns. Hann hefur úr þeim mönnum að velja fyrir lokahóp sinn.

28 manna hóp Arons má sjá hér að neðan. Þó liggur fyrir að Alexander Petersson verður ekki með vegna meiðsla. Óvissa ríkir um þátttöku Ólafs Stefánssonar en Aron biðlaði til Ólafs um að vera til taks færi svo að Alexander gæti ekki spilað. Sú er raunin orðið.

Markverðir


Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Daníel Freyr Andrésson, FH

Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy

Sveinbjörn Pétursson, Aue

Vinstri hornamenn

Bjarki Már Elísson, HK

Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Necker Löwen

Línumenn

Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Vignir Svavarsson, Minden

Vinstri skyttur

Aron Pálmarsson, THW Kiel

Björgvin Hólmgeirsson, ÍR

Fannar Þór Friðgeirsson, Wetzlar

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Ólafur Gústafsson, Flensburg

Leikstjórnendur

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten

Hægri skyttur

Alexander Petersson, Rhein-Necker Löwen

Árni Þór Sigtryggsson, Friesenheim

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Ólafur I. Stefánsson, Lakhwiya Sports Club

Hægri hornamenn

Bjarni Fritzson, Akureyri

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Þórir Ólafsson, Kielce

Varnarmenn

Ingimundur Ingimundarson, ÍR

Sverre Jakobsson, TV Grosswallstadt

Heimsmeistaramótið hefst þann 11. janúar. Ísland, sem leikur í B-riðli mætir Rússum í Sevilla í fyrsta leik sínum 12. janúar. Auk Rússa eru Danir, Makedóníumenn, Katarar og Chile-menn með Íslendingum í riðli.


Tengdar fréttir

Guðmundur Guðmundsson: Tek ekki þátt í umræðu manna úti í bæ

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, ræddi málefni Alexanders Peterssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag. Alexander hefur, líkt og greint var frá á Vísi í dag, ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna langvarandi meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×