Innlent

Risaflugeldasýning í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn halda árlega risaflugeldasýningu við Perluna í Öskjuhlíð í kvöld klukkan sex. Þar gefst fólki kostur á að taka smá forskot á sæluna og virða fyrir sér frábæra ljósadýrð. Björgunarsveitamenn segja að mikill mannfjöldi safnist jafnan saman á þessum flugeldasýningum og benda fólki á að hún sést víða að og nýtur sín ekki síður úr örlítilli fjarlægð, til dæmis úr Kópavogi eða af bílastæðinu við Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×