Viðskipti innlent

Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. Af níu mánaða fangelsi eru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, bæði í tilfelli Lárusar og Guðmundar. Saksóknari hafði krafist fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi og fimm ára fangelsi yfir Guðmundi.

Þeir voru dæmdir vegna fléttu sem tengist félaginu Svartháfi og Vafning, en lánið rann í raun til Milestone, það félag var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona.

Báðir sátu Lárus og Guðmundur í áhættunefnd Glitnis og eru sagðir hafa misnotað stöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll.

Helmingur lánsins var veitt til Vafnings án trygginga. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé. Þá fékk Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar til þess að greiða niður lán Milestones til bankans, í gegnum Vafning.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,32
34
15.560
SIMINN
0,77
10
79.681
ORIGO
0,62
1
292
BRIM
0,18
2
391
KVIKA
0
8
48.740

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ISB
-0,93
21
19.625
MAREL
-0,75
10
113.631
ARION
-0,61
18
163.212
SVN
-0,3
4
963
SYN
-0,25
1
598
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.