Innlent

Strákur tók við stjórninni

Íris Hauksdóttir skrifar
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur er skemmtilegt samfélag kvenna sem endurspeglar allar myndir hins kvenlega veruleika. Þessi tæplega 120 kvenna hópur heldur tvenna jólatónleika í Langholtskirkju, undir stjórn Gísli Magna, sem tók við kórnum í haust.

Júlíana Rannveig Einarsdóttir, formaður kórsins segist alveg í skýjunum að fá herramann í hópinn. ,,Ekki spillir fyrir hvað hann er dásamlegur og flottur stjórnandi. Hann sýnir líka mikinn kjark að þora að taka að sér svona margar konur en hann er glaðlegur og flottur strákur". Sjálfur segist Gísla líka samstarfið vel og auðveldara sé að stýra svo stórum hópi kvenna en hann hélt í fyrstu. ,,Já þetta gengur alveg rosalega vel, þær eru allar svo jákvæðar og skemmtilegar enda samrýndur hópur sem hefur starfað saman í 17 ár. Sjálfur var ég að flytja til landsins frá Danmörku og stökk beint á þetta starf enda löngu farinn að hugsa heim. Ég kem því ansi ferskur inn í þetta kvennasamfélag."

Eins og áður segir verða tónleikarnir tveir í kvöld klukkan 20 og laugardaginn 8. desember klukkan 16 í Langholtskirkju. Einsöngvari á tónleikunum verður Hulda Björk Garðarsdóttir og hljómsveit verður skipuð þeim Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Tómasi R.Einarssyni og Kjartani Guðnasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×