Helgarmaturinn - Hvítsúkkulaðikókoskæti 30. nóvember 2012 12:30 Hödd Vilhjálmsdóttir Hödd Vilhjálmsdóttir fréttakona á Stöð 2 hefur í nægu að snúast heima með nýfæddri dóttur sinni og fjölskyldu um þessar mundir, en hún deilir hér fyrstu smákökuuppskriftinni fyrir jólin. Um er að ræða unaðslega blöndu af hvítu súkkulaði og kókos. Njótið!Hvítsúkkulaðikókoskæti1 bolli mjúkt ósaltað smjör½ bolli hvítur sykur½ bolli ljósbrúnn sykur2 egg1 tsk. vanilludropar2 bollar hveiti1 tsk. matarsódi½ tsk. lyftiduft½ tsk. salt2 bollar haframjöl2 bollar hvítir súkkulaðibitar (stórum bitum)1 bolli kókosflögur1 bolli valhnetur (gróft skornar) Hrærið saman smjör og sykur, á meðalhraða, í tvær mínútur. Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið á meðan. Bætið við vanilludropum. Setjið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt í skál og blandið saman. Hellið þurrblöndunni rólega út í smjörblönduna og blandið vel saman. Bætið í haframjöli, kókosflögum, valhnetum og súkkulaðibitum og blandið við. Setjið 1 msk. af deiginu á smjörpappírsþakta bökunarplötu, eins oft og deigið leyfir. Ýtið aðeins á hverja köku til að fletja smá út. Bakið við 180°C í 16-18 mínútur – eða þar til þær verða gylltar að lit. Takið út úr ofninum, leyfið aðeins að kólna og svo er bara að borða og brosa. Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf
Hödd Vilhjálmsdóttir fréttakona á Stöð 2 hefur í nægu að snúast heima með nýfæddri dóttur sinni og fjölskyldu um þessar mundir, en hún deilir hér fyrstu smákökuuppskriftinni fyrir jólin. Um er að ræða unaðslega blöndu af hvítu súkkulaði og kókos. Njótið!Hvítsúkkulaðikókoskæti1 bolli mjúkt ósaltað smjör½ bolli hvítur sykur½ bolli ljósbrúnn sykur2 egg1 tsk. vanilludropar2 bollar hveiti1 tsk. matarsódi½ tsk. lyftiduft½ tsk. salt2 bollar haframjöl2 bollar hvítir súkkulaðibitar (stórum bitum)1 bolli kókosflögur1 bolli valhnetur (gróft skornar) Hrærið saman smjör og sykur, á meðalhraða, í tvær mínútur. Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið á meðan. Bætið við vanilludropum. Setjið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt í skál og blandið saman. Hellið þurrblöndunni rólega út í smjörblönduna og blandið vel saman. Bætið í haframjöli, kókosflögum, valhnetum og súkkulaðibitum og blandið við. Setjið 1 msk. af deiginu á smjörpappírsþakta bökunarplötu, eins oft og deigið leyfir. Ýtið aðeins á hverja köku til að fletja smá út. Bakið við 180°C í 16-18 mínútur – eða þar til þær verða gylltar að lit. Takið út úr ofninum, leyfið aðeins að kólna og svo er bara að borða og brosa.
Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf